15. apríl 2015
Árlegur samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga var haldinn fyrir hádegi í dag. Á fundinn mættu þau Ólöf Nordal, sem var fundarboðandi, Bjarni Benediktsson og Eygló Harðardóttir ásamt aðstoðarmönnum og ráðuneytismönnum. Frá Sambandinu mættu einn fulltrúi frá hverjum flokki í stjórn Sambandsins auk formanns, framkvæmdastjóra og starfsmönnum Sambandsins. Þessi fundur var afar góður og hreinskiptinn og umræður líflegar. Ég ræddi þarna m.a. um samstarf og sameiningar sveitarfélaga, fjármálalega stöðu þjónustusvæða varðandi flutning á málefnum fatlaðs fólks, ræddi einnig um boðaðar breytingar á lögum um almenningssamgöngur og um skort á hjúkrunarrýmum. Á svo von á að við getum rætt þetta áfram við ráðherra en Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir verða þátttakendur á kjördæmisþingi Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem halda á á laugardaginn í Þorlákshöfn.
Í dag lauk einvígi Hamars og FSu um sæti í úrvalsdeildinni. Gríðarleg stemning var fyrir leikinn og íþróttahúsið troðfylltist löngu fyrir leik. Því miður náðu strákarnir ekki að landa sigri þannig að FSu mun spila í efstu deild á næsta tímabili. En mikið rosalega er ég ánægð með strákana sem hafa séð okkur fyrir stórkostlegri skemmtun kvöld eftir kvöld að undanförnu. Slíkt er ómetanlegt og ber að þakka um leið og FSu er óskað til hamingju með sigurinn og úrvalsdeildarsætið.
Í dag lauk einvígi Hamars og FSu um sæti í úrvalsdeildinni. Gríðarleg stemning var fyrir leikinn og íþróttahúsið troðfylltist löngu fyrir leik. Því miður náðu strákarnir ekki að landa sigri þannig að FSu mun spila í efstu deild á næsta tímabili. En mikið rosalega er ég ánægð með strákana sem hafa séð okkur fyrir stórkostlegri skemmtun kvöld eftir kvöld að undanförnu. Slíkt er ómetanlegt og ber að þakka um leið og FSu er óskað til hamingju með sigurinn og úrvalsdeildarsætið.
Comments:
Skrifa ummæli