28. apríl 2015
Það er mikið fjör og mikið um að vera þessa dagana. Krafturinn í samfélaginu er áþreifanlegur og svo margt gott í bígerð.
Eftir opnið hús Sjálfstæðismanna um síðustu helgi litum við Eyþór inn til Krisjáns Björns og Jóa Viðars. sem nú eru að leggja lokahönd á íbúðir sínar í 5 íbúða raðhúsi neðst í Dalsbrúninni. Þetta eru afskaplega skemmtilegar íbúðir hannaðar þannig að þær ættu að henta vel bæði sem fyrstu íbúðir en ekki síður fyrir þá sem eldri eru. Byrjað er að flytja inn í íbúðir í annarri raðhúsalengju sem þarna er en hana byggja þeir Helgi og Sveinn Gíslasynir eða Bygg bræður. Búið er að úthluta öllum raðhúsunum í Dalsbrún þannig að þarna munu á næstunni bætast við einar 26 íbúðir. Það munar um minna.
Í dag var ég á fundum í Reykjavík og hitti marga. Allt afskaplega góðir fundir sem vonandi munu bera góðan árangur. Hér finnst okkur lítið varið í að búa til væntingar um verkefni fyrr en þau eru komin vel á veg og því er rétt að bíða með allar tilkynningar þar til raunveruleikinn blasir við.
Comments:
Skrifa ummæli