11. febrúar 2015
Nú eru starfsmannasamtöl við yfirmenn Hveragerðisbæjar í fullum gangi. Maður á víst að reyna að hafa umhverfi viðtalanna huggulegt. Mér fannst skipulags- og byggingafulltrúinn ekkert rosalega kátur með hugmyndina um snarkandi arineld á fundinum! Er að hugsa um að hafa nýtt þema á morgun, fallandi lauf eða fiðrildi :-)
Dagurinn byrjaði með fundi bæjarstjóranna í Ölfusi, Hveragerði og Árborg með varaformanni FÍB. Við ræddum umferðaröryggismál og þá sérstaklega kaflann hér á milli Hveragerðis og Selfoss sem allar bæjarstjórnirnar gera nú kröfu um að verði settur í skilyrðislausan forgang.
Átti góðan fund með Kristni fasteignasala þar sem við fórum yfir horfur á fasteiganmarkaðnum hér í bæ. En nú seljast hús eins og heitar lummur og verðið fer nokkuð hratt upp á við. Þetta hefur auðvitað þau áhrif að verktakar sjá hag í því að byggja eins og gerst hefur við Dalsbrún. En þar vonumst við eftir nokkuð hraðri uppbyggingu á næstunni.
Comments:
Skrifa ummæli