3. febrúar 2015
Góður dagur á skrifstofunni sem þó var rofinn af tannlæknaheimsókn. Ég hef aldrei verið hrifin af tannlæknum en Þórður er samt ágætur (það er virkilega jákvæð lýsing á tannlækni). Hann notar alltaf tækifærið og ræðir við mig um Evrópusambandsumsóknina sem hann er ekki hrifinn af og um pólitíkna almennt. Notar auðvitað tækifærið þegar ég get ekki tekið þátt í umræðunum. Aftur á móti vorkenndi ég aumingja manninum sem átti tímann á eftir mér. Held að seinkunin hafi slagað í hálftíma. EN það var ekki mér að kenna, það var nú ekki eins og ég gæti tekið mikinn þátt í þessu samtali :-)
Á fundi skipulags- og bygginganefndar síðdegis var deiliskipulagstillaga Grímsstaðareitsins til umfjöllunar. Sífellt færast tillögurnar nær endanlegri mynd og húsagerðir og skipulag að fá á sig betra útlit. Allt útlit er fyrir að íbúðir verði þarna milli 50 og 60 og velflestar í einbýlishúsum. Það verður gaman að kynna hverfið fyrir íbúum enda er yfirbragð þess ansi ólíkt því sem við eigum að venjast hér í bæ.
Var svo ljónheppin að vera boðin í kvöldmat til Guðrúnar systur og sátum við síðan og skröfuðum fram undir miðnætti. Enginn sem beið heima en Lárus keyrði fram og til baka á Akureyri í dag með ís fyrir norðlendinga :-)
Á fundi skipulags- og bygginganefndar síðdegis var deiliskipulagstillaga Grímsstaðareitsins til umfjöllunar. Sífellt færast tillögurnar nær endanlegri mynd og húsagerðir og skipulag að fá á sig betra útlit. Allt útlit er fyrir að íbúðir verði þarna milli 50 og 60 og velflestar í einbýlishúsum. Það verður gaman að kynna hverfið fyrir íbúum enda er yfirbragð þess ansi ólíkt því sem við eigum að venjast hér í bæ.
Var svo ljónheppin að vera boðin í kvöldmat til Guðrúnar systur og sátum við síðan og skröfuðum fram undir miðnætti. Enginn sem beið heima en Lárus keyrði fram og til baka á Akureyri í dag með ís fyrir norðlendinga :-)
Comments:
Skrifa ummæli