4. febrúar 2015
Fundur með stjórnendum Hveragerðisbæjar í morgun. Fengum heimsókn frá Motus en Hveragerðisbær hefur gert samning um innheimtu vanskilakrafna við fyrirtækið. Það var gaman að sjá það að 86% allra greiðenda greiða reikninga sína á réttum tíma og 95% er búinn að greiða áður en til milliinnheimtu kemur. Það er í raun ríkur greiðsluvilji hjá miklum meirihluta alls landsmanna enda flestir vel meðvitaðir um að greiða þarf fyrir veitta þjónustu.
Á fundinum fórum við einnig yfir fjárhagsáætlun ársins 2015 og helstu verkefnin sem eru framundan. Ég þarf nauðsynlega að gefa mér tíma til að slá saman einni grein þar sem gert er grein fyrir því sem framundan er. Á árinu er áformað að byggja litla viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun mötuneyti skólans. Leggja á bundið slitlag á veginn inn að bílastæði við Dalakaffi. Lagfæra götur og lóð skólasels, fjárfesta í húsnæði nálægt skólanum, taka upp frístundastyrki og fjölmargt fleira.
Þetta verður gott ár - það liggur í loftinu :-)
Á fundinum fórum við einnig yfir fjárhagsáætlun ársins 2015 og helstu verkefnin sem eru framundan. Ég þarf nauðsynlega að gefa mér tíma til að slá saman einni grein þar sem gert er grein fyrir því sem framundan er. Á árinu er áformað að byggja litla viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun mötuneyti skólans. Leggja á bundið slitlag á veginn inn að bílastæði við Dalakaffi. Lagfæra götur og lóð skólasels, fjárfesta í húsnæði nálægt skólanum, taka upp frístundastyrki og fjölmargt fleira.
Þetta verður gott ár - það liggur í loftinu :-)
Comments:
Skrifa ummæli