25. febrúar 2015
Á ákveðnum tímapunkti þegar maður er lasinn þá fær maður þá óþægilegu tilfinningu að heilsan verði aldrei í lagi aftur. Þunglyndið nær heljar tökum á manni og maður vorkennir sjálfum sér óskaplega. Sem betur fer er ég komin uppúr þeim leiðinda pytti í dag enda á 10 degi flensu!! En þessi inflúensa er ansi skæð. Ég er nú samt alveg alvön því að fá pestir enda týni ég þær flestar upp mjög samviskulega. Eins og ég hafi tekið það að mér ein og sér að prufukeyra flestar umgangspestir sem hingað berast. Já og ekki bara að prufukeyra því svo til undantekningalaust enda svona flensur í mínu tilfelli í lungunum. Held að það sé arfur barnsáranna þegar ég fékk fyrstu svæsnu lungnabólguna. Ætli það hafi ekki verið veturinn sem ég var alltaf lasin, níu ára! Rauðir hundar og mislingar með tilheyrandi leiðindum og lungnabólgu, tók margar vikur. Man sérstaklega eftir mislingunum því þá varð ég að vera í myrkri í þó nokkuð langan tíma. Mátti alls ekki vera í birtu þar sem hún fór svo illa í augun og höfðuðið. Sennilega hef ég verið ansi heppin að fara ekki verr út úr mislingunum en að áskotnast lungnabólgu árátta fyrir lífstíð. Nú eru i gangi miklar umræður um gildi bólusetninga fyrir börn. Óskiljanleg umræða þegar maður hugsar um afleiðarnar sem þessir sjúkdómar geta haft. Á mínu heimili eru allir bólusettir í bak og fyrir. Varð því pínulítið vonsvikin með flensusprautuna en þar var giskað á vitlausan stofn í bólusetningununni.
Þessi vetur ætlar að verða með eindæmum leiðinlegur. Veðrið er alla að drepa og svo bætist við að ótrúlega margir eru svo skelfilega veikir af þessari flensu. Held það þyrfti að setja gleðivítamín í vatnsbólið ef vel ætti að vera :-)
Þessi vetur ætlar að verða með eindæmum leiðinlegur. Veðrið er alla að drepa og svo bætist við að ótrúlega margir eru svo skelfilega veikir af þessari flensu. Held það þyrfti að setja gleðivítamín í vatnsbólið ef vel ætti að vera :-)
Comments:
Skrifa ummæli