9. nóvember 2014
Sunnudagur að mestu í lokayfirferð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Allir bæjarfulltrúar mættir og áttu saman langan og góðan fund. Kláruðum bæði næsta árs áætlun rekstrar og fjárfestingar og lögðum forsendur fyrir þriggja ára áætlun sem lögum samkvæmt ber að skila samhliða næsta árs áætlun. Nú þurfum við Helga að fínpússa þetta allt saman áður en áætlunin verður lögð fram til fyrri umræðu næstkomandi fimmtudag. Allt útlit er fyrir að ráðist verði í ýmis góð verkefni á næsta ári sem koma í ljós á fimmtudaginn.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður, heimsótti opið hús Sjálfstæðismanna í gærmorgun. Ágætis mæting og fínar umræður um ríkisfjármálin og þá staðreynd að þjóðin er að eldast og hvernig við getum mætt þeim verkefnum sem því fylgir. Sjálfstæðismenn i Hveragerði hafa hug á að fjalla enn betur um þau mál á næstunni.
Á föstudaginn átti ég góðan fund með fulltrúum úr starfshópi um stofnun öldungaráðs en væntanlega náum við að klára samþykktir ráðsins fyrir jól og jafnframt að skipa í öldungaráð.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður, heimsótti opið hús Sjálfstæðismanna í gærmorgun. Ágætis mæting og fínar umræður um ríkisfjármálin og þá staðreynd að þjóðin er að eldast og hvernig við getum mætt þeim verkefnum sem því fylgir. Sjálfstæðismenn i Hveragerði hafa hug á að fjalla enn betur um þau mál á næstunni.
Á föstudaginn átti ég góðan fund með fulltrúum úr starfshópi um stofnun öldungaráðs en væntanlega náum við að klára samþykktir ráðsins fyrir jól og jafnframt að skipa í öldungaráð.
Comments:
Skrifa ummæli