20. nóvember 2014
Fundi bæjarráðs í morgun lauk ekki fyrr en rétt fyrir kl. 10 en það þykir óvenjulangur fundur. Fyrir þessu var þó ástæða en á fundinn komu fulltrúar kennara við Tónlistarskóla Árnessýslu og kynntu afstöðu sína í kjaradeilunni sem nú hefur staðið í um 4 vikur. Á fundinn mættu 3 fulltrúar en á kaffistofu bæjarskrifstofu biðu fjölmargir kennarar á meðan. Hér í Hveragerði er fundaraðstaða bæjarráðs með þeim hætti að ekki er pláss fyrir marga gesti í einu enda fundað á skrifstofu bæjarstjóra. Fundargerð bæjarráðs má finna á heimasíðu Hveragerðisbæjar http://hveragerdi.is/files/546dc5e0bbfac.pdf
Síðdegis var kynningarfundur um nýtt vinnumat grunnskólakennara haldinn á Selfossi. Nýr kjarasamningur gefur möguleika á breyttu og framsæknu skólastarfi sem margir hafa beðið eftir lengi. Um leið eru kennurum boðnar umtalsverðar kjarabætur svo ég vona innilega að nýtt vinnumat verði samþykkt eftir áramót.
Haraldur Fróði og Laufey Sif héldu okkur svo selskap fram eftir kvöldi. Hann er algjört yndi þessi drengur og gaman að hafa svona ungan mann í húsinu aftur.
Comments:
Skrifa ummæli