6. nóvember 2014
Fjárhagsáætlun var afgreidd til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs í morgun. Bæjarfulltrúar taka reyndar góða rispu á sunnudaginn í lokahnykk áður en hún er verður send út í endanlegri mynd. Bæði A og B hluti eru í hagnaði eftir rekstur og við náum að greiða niður langtímalán þrátt fyrir nokkuð miklar framkvæmdir. Það er nú bara gott að ég tel !
Á bæjarráði í morgun var samþykkt að fela Capacent að gera viðhorfskönnun meðal íbúa um þjónustu bæjarfélagsins. Haft verður samband við 100-150 manns og þeir beðnir um að gefa álit sitt á ýmsum þjónustuþáttum. Með þessu móti ættum við að geta fengið nokkuð góða yfirsýn yfir ánægju eða óánægju íbúa um þjónustu sveitarfélagsins.
Einnig var ákveðið á fundinum að auglýsa eftir áhugasömum rekstraraðilum að tjaldsvæðinu við Reykjamörk og á framtíðartjaldsvæði inn í Dal. Hér eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu og tækifæri á hverju strái. Þór Ólafur Hammer hefur rekið tjaldsvæðið af myndarskap undanfarin ár en samningur hans rann út þann 1. nóvember. Því þótti rétt að auglýsa eftir rekstraraðilum að svæðinu nú og gefa öllum áhugasömum tækifæri til að vera með í leiknum.
Allir þeir sem fjölmenntu í kirkjuna í kvöld á tónleika Kirkjukórsins skemmtu sér konunglega sýndist mér. Frábært kvöld með sérlega góðum kór og tónlistarfólki. Mér finnst alltaf jafn yndislegt að mæta á svona viðburði með nágrönnum og vinum og njóta menningar sem íbúar þessa bæjar hafa lagt mikinn metnað í að gera jafn vel úr garði og raunin var á í kvöld. Takk kærlega fyrir mig.
Á bæjarráði í morgun var samþykkt að fela Capacent að gera viðhorfskönnun meðal íbúa um þjónustu bæjarfélagsins. Haft verður samband við 100-150 manns og þeir beðnir um að gefa álit sitt á ýmsum þjónustuþáttum. Með þessu móti ættum við að geta fengið nokkuð góða yfirsýn yfir ánægju eða óánægju íbúa um þjónustu sveitarfélagsins.
Einnig var ákveðið á fundinum að auglýsa eftir áhugasömum rekstraraðilum að tjaldsvæðinu við Reykjamörk og á framtíðartjaldsvæði inn í Dal. Hér eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu og tækifæri á hverju strái. Þór Ólafur Hammer hefur rekið tjaldsvæðið af myndarskap undanfarin ár en samningur hans rann út þann 1. nóvember. Því þótti rétt að auglýsa eftir rekstraraðilum að svæðinu nú og gefa öllum áhugasömum tækifæri til að vera með í leiknum.
Allir þeir sem fjölmenntu í kirkjuna í kvöld á tónleika Kirkjukórsins skemmtu sér konunglega sýndist mér. Frábært kvöld með sérlega góðum kór og tónlistarfólki. Mér finnst alltaf jafn yndislegt að mæta á svona viðburði með nágrönnum og vinum og njóta menningar sem íbúar þessa bæjar hafa lagt mikinn metnað í að gera jafn vel úr garði og raunin var á í kvöld. Takk kærlega fyrir mig.
Comments:
Skrifa ummæli