19. nóvember 2014
Vöfflur, skipulag og markþjálfun !
Var afar hamingjusöm í vöffukaffi á bókasafninu í dag. Mikil traffík og skemmtilegt fólk mætti til að fagna því að nú eru 10 ár liðin frá því að bókasafnið flutti í Sunnumörk. Hér er ég með Jóni Helga og Jónu þeim frábæru hjónum.
Dagurinn leið annars ansi hratt í frábærum félagsskap niður í Þorlákshöfn en þar voru mættir leik- og grunnskólastjórendur í Árnessýslu ásamt sveitarstjórum og bæjarriturum sem þar kláruðu námskeið í leiðtogaþjálfun. Þetta var fjórði dagurinn og í dag var heilmikið unnið í hópum og æfðum við markþjálfurnarviðtöl eins og enginn væri morgundagurinn. Ég hef lært heilmikið á þessu námskeiði og nú vill maður helst halda áfram.
Fundur í kvöld með D-listanum og aðal- og varamönnum okkar í nefndum. Við reynum að hittast reglulega og förum þá yfir það sem efst er á baugi í bæjarmálefnunum á hverjum tíma. Hópurinn er svo samstíga og skemmtilegur að þessir fundir eru hreinlega upplífgandi.
Það var líka upplífgandi að vera á fundi um skipulag Grímsstaðareitsins í miðbænum seinnipartinn í gær. Fín mæting, áhugasamir fundagestir og góð kynning frá ASK arkitektum og Oddi Hermannssyni. Á þessum reit er gert ráð fyrir hóflegri landnýtingu eða ca. 15 íbúðum á hektara - allt 1-2 hæðir. Gera á umhverfi og grænum svæðum hátt undir höfði og sérstaklega að vernda hlyninn fallega sem er svo áberandi í götumynd Heiðmerkurinnar.
Comments:
Skrifa ummæli