5. nóvember 2014
"Það er víst af nógu að taka" sagði fréttakonan óumbeðin á Rás 2 í gærmorgun þar sem hún ræddi við mótmælendur á Austurvelli og spurði hvers vegna þeir væru að mótmæla. Skýrara dæmi um hlutdrægni fréttastofunnar hef ég nú varla heyrt ! ! !
------------------
Það er gaman að segja frá því að í dag eru íbúar Hveragerðisbæjar 2.362 og hefur samkvæmt því fjölgað um ríflega 2% í bæjarfélaginu á þessu ári. Fjölmennasti árgangur bæjarins er fæddur 1996 og sá næstfjölmennasti er fæddur 1960. Þau hafa alltaf verið fjölmenn en hafa nú misst efsta sætið í hendur hinna 18 ára... Mikil sala er nú á eignum hér í Hveragerði og að sögn fasteignasalanna vantar fleiri eignir á sölu enda vilja nýir íbúar hafa úr einhverju að velja þegar framtíðarheimilið er valið. Tvö raðhús með 10 íbúðum hafa nú risið við Dalsbrún og vonandi sjá fleiri möguleikana sem fólgnir eru í frekari uppbyggingu.
--------------
------------------
Það er gaman að segja frá því að í dag eru íbúar Hveragerðisbæjar 2.362 og hefur samkvæmt því fjölgað um ríflega 2% í bæjarfélaginu á þessu ári. Fjölmennasti árgangur bæjarins er fæddur 1996 og sá næstfjölmennasti er fæddur 1960. Þau hafa alltaf verið fjölmenn en hafa nú misst efsta sætið í hendur hinna 18 ára... Mikil sala er nú á eignum hér í Hveragerði og að sögn fasteignasalanna vantar fleiri eignir á sölu enda vilja nýir íbúar hafa úr einhverju að velja þegar framtíðarheimilið er valið. Tvö raðhús með 10 íbúðum hafa nú risið við Dalsbrún og vonandi sjá fleiri möguleikana sem fólgnir eru í frekari uppbyggingu.
--------------
Comments:
Skrifa ummæli