14. september 2014
Tungnaréttir að baki - alltaf jafn gaman! Mikið fjölmenni og virkilega gaman að hitta fólk, spjalla og njóta dagsins. Þrátt fyrir hálfónýtt hné rölti ég á eftir safninu svo til alla leið upp í Gýgjarhólskot. Yndislegt veður og góður félagsskapur en Vigdís litla hennar Sigurbjargar systur labbaði með frænku sinni drjúgan spöl, en hún er bara fjögurra ára. Alveg ótrúlega dugleg :-)
Í Kotinu er ekki kjötsúpa eftir réttir heldur lambasteik og gríðarleg kökuveisla svo mannskapurinn var hálf afvelta af ofáti um kvöldið. Kíktum samt á réttarball í Aratungu - líflegt :-)
Fórum niður Skeið á leiðinni heim í dag og komum við í Gömlu lauginni á Flúðum. Sá staður kom mér á óvart. Virkilega skemmtilegt og vel að öllu staðið. Hægt að mæla með heimsókn þangað.
Þetta er stórt og mikið hverasvæði með bullandi vatnshverum.
Það er nærtækt að bera þetta svæði saman við Hverasvæðið í miðbænum hér en þar ber nú svo við að allt vatn er horfið af svæðinu. Hverju er um að kenna er erfitt að segja en mögulega er hér um að ræða náttúrlegar sveiflur á vatnsstöðunni. Aftur á móti eru margir sem segja að nú þurfi að koma til nýtt Heklugos með jarðhræringum en árið 1947 virtist vera sem slíkur viðburður setti nýtt líf í hverasvæðið hér. En þó að vatnið vanti þá hefur ferðamönnum ekki fækkað en það sem af er árinu hafa um 17.000 manns heimsótt svæðið, langmest erlendir gestir.
Í Kotinu er ekki kjötsúpa eftir réttir heldur lambasteik og gríðarleg kökuveisla svo mannskapurinn var hálf afvelta af ofáti um kvöldið. Kíktum samt á réttarball í Aratungu - líflegt :-)
Fórum niður Skeið á leiðinni heim í dag og komum við í Gömlu lauginni á Flúðum. Sá staður kom mér á óvart. Virkilega skemmtilegt og vel að öllu staðið. Hægt að mæla með heimsókn þangað.
Þetta er stórt og mikið hverasvæði með bullandi vatnshverum.
Það er nærtækt að bera þetta svæði saman við Hverasvæðið í miðbænum hér en þar ber nú svo við að allt vatn er horfið af svæðinu. Hverju er um að kenna er erfitt að segja en mögulega er hér um að ræða náttúrlegar sveiflur á vatnsstöðunni. Aftur á móti eru margir sem segja að nú þurfi að koma til nýtt Heklugos með jarðhræringum en árið 1947 virtist vera sem slíkur viðburður setti nýtt líf í hverasvæðið hér. En þó að vatnið vanti þá hefur ferðamönnum ekki fækkað en það sem af er árinu hafa um 17.000 manns heimsótt svæðið, langmest erlendir gestir.
Comments:
Skrifa ummæli