8. september 2014
Skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið á Grand hótel í dag. Þessum þingum sem haldin eru árlega vill maður helst ekki missa af. Fjöldi áhugaverðra fyrirlesara og góður andi og baráttugleði í salnum. Það var inntak vel flestra fyrirlestra að auka og bæta yrði lestur og grunnfærni nemenda í skólum landsins. Það rímar afar vel við Hvítbók menntamálaráðherra þar sem sett eru fram skýr og einföld markmið um lestur íslenskra barna. Þetta rímar líka vel við markmið Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings þar sem lestri er til dæmis gert sérstaklega hátt undir höfði. Hvet þig til að kynna þér markmið skólaþjónustunnar hér.
Langur meirihlutafundur í kvöld enda kannski ekki furða því framundan er fyrsti fundur bæjarstjórnar að afloknu sumarfríi. Þar eru þónokkur mál á dagskrá. Fljótlega tekur síðan gerð fjárhagsáætlunar við en það er einmitt einn annasamasti tími ársins hjá sveitarstjórnarmönnum. Fjör framundan :-)
Langur meirihlutafundur í kvöld enda kannski ekki furða því framundan er fyrsti fundur bæjarstjórnar að afloknu sumarfríi. Þar eru þónokkur mál á dagskrá. Fljótlega tekur síðan gerð fjárhagsáætlunar við en það er einmitt einn annasamasti tími ársins hjá sveitarstjórnarmönnum. Fjör framundan :-)
Comments:
Skrifa ummæli