16. september 2014
Mætti Jóhönnu og Guðmundi brúnaþungum í morgunsárið en þau voru vakin með látum með fréttum um að nýí vatnshitarinn í sundlauginni í Laugaskarði hefði fallið saman. Því fylgdi óhjákvæmilegt vatnsleysi og því varð að loka lauginni. Og já hann féll í raun og veru saman, skv. myndum samankrumpaður stálhlunkur, greinilegt að öflin sem þarna voru að verki eru ansi öflug.
Dagurinn í dag ansi drjúgur til að ganga frá ýmsum erindum. Kláraði meðal annars nokkur minnisblöð vegna mála sem rædd verða og vonandi afgreidd á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn. Eitt þar sem gerð er grein fyrir eignum í eigu Íbúðalánasjóðs hér í Hveragerði og annað vegna málefna leikskólabarna í dreifbýli Ölfuss en það mál hefur verið tímafrekt að undanförnu svo fátt eitt sé talið. Undirbjó síðan fundarboð bæjarráðs en sá fundur verður á fimmtudaginn.
Síðdegis í dag sat ég fund skipulags- og bygginganefndar en þar var verið að taka til afgreiðslu fyrstu drög að lýsingu fyrir deiliskipulag Grímsstaðareitsins í miðbænum. Íbúum verður síðan kynnt lýsingin á fundi, væntanlega í október. Einnig var fjallað um skipulagið á Árhólmum og á Fossflöt en bæði bíða nú eingöngu samþykkis bæjarstjórnar. Á byrjunarstigi er síðan skipulag stórra athafnalóða fyrir neðan þjóðveg en með þeim vill bæjarstjórn auka framboð fjölbreyttra lóða fyrir atvinnulífið en slíkt er klárlega fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga í átt að fjölbreyttara atvinnulífi.
Dagurinn í dag ansi drjúgur til að ganga frá ýmsum erindum. Kláraði meðal annars nokkur minnisblöð vegna mála sem rædd verða og vonandi afgreidd á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn. Eitt þar sem gerð er grein fyrir eignum í eigu Íbúðalánasjóðs hér í Hveragerði og annað vegna málefna leikskólabarna í dreifbýli Ölfuss en það mál hefur verið tímafrekt að undanförnu svo fátt eitt sé talið. Undirbjó síðan fundarboð bæjarráðs en sá fundur verður á fimmtudaginn.
Síðdegis í dag sat ég fund skipulags- og bygginganefndar en þar var verið að taka til afgreiðslu fyrstu drög að lýsingu fyrir deiliskipulag Grímsstaðareitsins í miðbænum. Íbúum verður síðan kynnt lýsingin á fundi, væntanlega í október. Einnig var fjallað um skipulagið á Árhólmum og á Fossflöt en bæði bíða nú eingöngu samþykkis bæjarstjórnar. Á byrjunarstigi er síðan skipulag stórra athafnalóða fyrir neðan þjóðveg en með þeim vill bæjarstjórn auka framboð fjölbreyttra lóða fyrir atvinnulífið en slíkt er klárlega fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga í átt að fjölbreyttara atvinnulífi.
Comments:
Skrifa ummæli