5. september 2014
Grýla á góðum degi ! |
Aftur á móti finnst mér þetta svo skemmtileg mynd af Grýlu að ég bara varð að deili henni með fleirum.
--------------
Ég var sem sagt að leita að myndum af Reykjafjalli bæði í myndasafni bæjarins og á netinu en afraksturinn af þeirri leit var ekki merkilegur. Ef einhver lumar á góðri mynd af Reykjafjalli þá má viðkomandi gjarnan senda hana til mín á netfangið - aldis@hveragerdi.is. Það er verið að gefa út bók um bæjarfjöll á Íslandi og mikið væri nú gott ef við gætum látið þá hafa fína mynd af fjallinu okkar.
Nú er hún Helga, mín hægri hönd, farin í frí og þá samþykki ég reikninga. Það geri ég annars afar sjaldan og því er þetta verkefni ágætis tilbreyting. Nú hef ég líka tekið upp þann sið að opna allan póst sem berst til bæjarins en með því vonast ég til að ég nái enn betri yfirsýn yfir rekstur bæjarfélagsins. Tekur svolítinn tíma sérstaklega eftir mánaðamót en mér finnst þetta gott fyrirkomulag. Nú renni ég til dæmis augum yfir alla reikninga sem berast en það getur oft verið afar gott.
Síðdegis fundaði ég með fulltrúum Ölfusinga varðandi málefni leikskólabarna úr dreifbýli Ölfuss. Það var hreinskiptinn og góður fundur. Væntanlega munum við halda viðræðum áfram í næstu viku. Hitti einnig Eyþór, formann skipulags- og bygginganefndar og Guðmund skipulags- og byggingafulltrúa en á þeirra borði eru ýmis spennandi mál, til dæmis gerð deiliskipulags miðbæjarreitsins, möguleg endurskoðun aðalskipulags, óskir um viðbyggingar og margt fleira.
Báðir leikskólastjórarnir litu hér við í dag og einnig heyrði ég í Fanneyju skólastjóra svo fræðslumálin fengu alveg sinn tíma þennan daginn :-)
Comments:
Skrifa ummæli