9. september 2014
Átti mjög góðan fund með Júlíusi Rafnssyni, framkvæmdastjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss þar sem við ræddum þörf á auknum hjúkrunarrýmum og málefni dagdvalar.
Hitti Þórarinn Sveinsson, atvinnuráðgjafa SASS, en hann er nú að vinna að atvinnustefnu Hveragerðisbæjar. Stefnt er að fundi með hagsmunaaðilum í annarri viku héðan í frá.
Kláraði skjöl fyrir fundarboð bæjarstjórnar og svarði ógrynni af tölvupóstum.
Tók síðan, ásamt Snorra Baldurssyni, fulltrúa Norræna félagsins, á móti hópi Norðmanna sem tengjast vinabæ okkar í Sigdal í Noregi og sýndi þeim bæjarfélagið. Þessi hópur fékk "the grand gourmet tour" hjá bæjarstjóranum! Það þýðir að bæjarstjórinn talar út í hið óendanlega um það hvað Hveragerði sé stórkostlegt bæjarfélag. Síðan er boðið uppá rúgbrauð, egg og gúrkusnafs á hverasvæðinu og Kjöris er með veitingar við hæfi.
Það er svo merkilegt að ef maður keyrir nógu hægt um göturnar hér í bæ og fer nógu margar krókaleiðir þá finnst fólki Hveragerði vera risastórt sveitarfélag. Það er nóg að sjá, það vantar ekki en yfirleitt tekst að leyna þeirri staðreynd að bæjarfélagið er bara 9 km3 - þó ég uppljóstri því nú yfirleitt upp í lokin :-) Góður dagur sem endaði síðan á Varmá í stórkostlegu lambakjöti a la Emil Örn í boði útlendinganna svo það sé nú sagt :-)
Þó nokkuð var eftir að verkefnum þannig að enn er setið í vinnunni þó það halli í miðnætti og næst taki við viðtal á RÚV kl. 7 í fyrramálið ;-)
Hitti Þórarinn Sveinsson, atvinnuráðgjafa SASS, en hann er nú að vinna að atvinnustefnu Hveragerðisbæjar. Stefnt er að fundi með hagsmunaaðilum í annarri viku héðan í frá.
Kláraði skjöl fyrir fundarboð bæjarstjórnar og svarði ógrynni af tölvupóstum.
Tók síðan, ásamt Snorra Baldurssyni, fulltrúa Norræna félagsins, á móti hópi Norðmanna sem tengjast vinabæ okkar í Sigdal í Noregi og sýndi þeim bæjarfélagið. Þessi hópur fékk "the grand gourmet tour" hjá bæjarstjóranum! Það þýðir að bæjarstjórinn talar út í hið óendanlega um það hvað Hveragerði sé stórkostlegt bæjarfélag. Síðan er boðið uppá rúgbrauð, egg og gúrkusnafs á hverasvæðinu og Kjöris er með veitingar við hæfi.
Það er svo merkilegt að ef maður keyrir nógu hægt um göturnar hér í bæ og fer nógu margar krókaleiðir þá finnst fólki Hveragerði vera risastórt sveitarfélag. Það er nóg að sjá, það vantar ekki en yfirleitt tekst að leyna þeirri staðreynd að bæjarfélagið er bara 9 km3 - þó ég uppljóstri því nú yfirleitt upp í lokin :-) Góður dagur sem endaði síðan á Varmá í stórkostlegu lambakjöti a la Emil Örn í boði útlendinganna svo það sé nú sagt :-)
Þó nokkuð var eftir að verkefnum þannig að enn er setið í vinnunni þó það halli í miðnætti og næst taki við viðtal á RÚV kl. 7 í fyrramálið ;-)
Comments:
Skrifa ummæli