22. september 2014
Áttum fund með arkitektunum sem eru að vinna nýtt útlit og hanna breytingar á Sundlauginni Laugaskarði. Í vor voru fyrstu hugmyndir kynntar en nú er komið að því að halda áfram og undirbúa fyrstu framkvæmdir. Í fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár verða lagðar línur hversu langt er hægt að komast í fyrsta skrefi.
Hitti Gunnvöru, leikskólastjóra Óskalands, og ræddum við starfsmannamál en mikil vöntun er á menntuðum leikskólakennurum hér eins og reyndar víðast hvar annars staðar. Ræddum m.a. hvernig mætti hvetja núverandi starfsmenn til að sækja sér þessa menntun og hvað bæjarfélagið gæti gert í þeim efnum.
Í hádeginu hittist stjórn þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi en í henni eiga sæti auk mín þau Ísólfur Gylfi og Ásta í Árborg. Við kláruðum á fundinum nýjar samþykktir fyrir þjónustusvæðið sem breytist þar með í byggðasamlag í samræmi við ákvæði laga þar um.
Sundleikfimi og meirihlutafundur eins og venjan er á mánudögum :-)
Hitti Gunnvöru, leikskólastjóra Óskalands, og ræddum við starfsmannamál en mikil vöntun er á menntuðum leikskólakennurum hér eins og reyndar víðast hvar annars staðar. Ræddum m.a. hvernig mætti hvetja núverandi starfsmenn til að sækja sér þessa menntun og hvað bæjarfélagið gæti gert í þeim efnum.
Í hádeginu hittist stjórn þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi en í henni eiga sæti auk mín þau Ísólfur Gylfi og Ásta í Árborg. Við kláruðum á fundinum nýjar samþykktir fyrir þjónustusvæðið sem breytist þar með í byggðasamlag í samræmi við ákvæði laga þar um.
Sundleikfimi og meirihlutafundur eins og venjan er á mánudögum :-)
Comments:
Skrifa ummæli