3. júlí 2013
Miðvikudagur og fréttirnar
Átti góðan fund með Fanneyju nýráðnum skólastjóra grunnskólans í morgun. Fórum við yfir ýmis mál og ræddum vítt og breitt um skólamál. Ekki hvað síst um möguleika sem ný tækni skapar á sviði upplýsingaöflunar og tölvukennslu. Það verður gaman að ræða þau mál áfram.
Hitti einnig Kolbrúnu Gunnarsdóttur sem er dóttir Ingimaríu og Gunnars sem vour garðyrkjubændur í Álfafelli fyrir margt löngu. Þann 16. júlí hefði Gunnar orðið 100 ára og það væri gaman ef við gætum gróðursett trén sem þau hjón, Kolbrún og Róbert gáfu bænum fyrir þann tíma. Ég lofaði því reyndar og verð að standa við það !
Átti nokkuð mörg og löng símtöl vegna sérfræðiþjónustunnar í Árnesþingi utan Árborgar. Nú stefnir í fund oddvita og sveitarstjóra næstkomandi mánudag þar sem við munum vonandi ráða ráðgjafa til starfa sem forma mun þjónustuna með okkur.
Svaraði bréfum og erindum svo þetta varð nokkuð drjúgur dagur í skrifstofu vinnu. Þeir eru nauðsynlegir öðru hverju.
Fórum í göngu í kvöld og skoðuðum hús og garða. Hér er nokkuð af tómum húsum og flest þeirra eru í egigu Íbúðalánastjóðs eða bankanna sem vilja hvorki leigja né selja. Afar óeðlilegt ástand. "Óeðlilegt" er reyndar nákvæmlega orðið sem manni dettur til hugar þegar hlustað er á fréttir dagsins - og eins og góð kona sagði "maður fyllist hryggð að verða vitni að þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið í opinberum stofnunum."
Hitti einnig Kolbrúnu Gunnarsdóttur sem er dóttir Ingimaríu og Gunnars sem vour garðyrkjubændur í Álfafelli fyrir margt löngu. Þann 16. júlí hefði Gunnar orðið 100 ára og það væri gaman ef við gætum gróðursett trén sem þau hjón, Kolbrún og Róbert gáfu bænum fyrir þann tíma. Ég lofaði því reyndar og verð að standa við það !
Átti nokkuð mörg og löng símtöl vegna sérfræðiþjónustunnar í Árnesþingi utan Árborgar. Nú stefnir í fund oddvita og sveitarstjóra næstkomandi mánudag þar sem við munum vonandi ráða ráðgjafa til starfa sem forma mun þjónustuna með okkur.
Svaraði bréfum og erindum svo þetta varð nokkuð drjúgur dagur í skrifstofu vinnu. Þeir eru nauðsynlegir öðru hverju.
Fórum í göngu í kvöld og skoðuðum hús og garða. Hér er nokkuð af tómum húsum og flest þeirra eru í egigu Íbúðalánastjóðs eða bankanna sem vilja hvorki leigja né selja. Afar óeðlilegt ástand. "Óeðlilegt" er reyndar nákvæmlega orðið sem manni dettur til hugar þegar hlustað er á fréttir dagsins - og eins og góð kona sagði "maður fyllist hryggð að verða vitni að þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið í opinberum stofnunum."
Comments:
Skrifa ummæli