30. júlí 2013
Kattarkvikindið kom inn með fugls grey í kvöld sem hann merkilegt nokk hafði náð. Það merkilega er að við finnum hvergi fuglinn. Á bágt með að trúa því að kötturinn hafi étið hann upp til agna. En þrátt fyrir að hafa snúið öllu við þá finnum við bara nokkrar fjaðrir á stangli. Það verður óskemmtilegt að ganga á lyktina af hræinu eftir nokkra daga. Allt svona líflegt og skemmtilegt skal ávallt gerast þegar betri helmingurinn er ekki heima ;-)
Annars er þessi skyndilega veiðiárátta Guðlaugs Lárussonar frekar svona útúr karakter. Lengi vel náði hann engu nema ánamöðkum og fugla hefur hann örsjaldan komið með inn. Mýs að mig minnir tvisvar svo ég vona að hann hafi ekki hugsað sér nýtt hobbý svona í ellinni !
Grillað í góða veðrinu í kvöld og svo fórum við Svava vinkona í góðan göngutúr um bæinn. Skoðuðum gróður og garða og týndum rusl á leiðinni sem er að verða fjölskyldu hobby !
Gagnlegt og gaman :-)
Annars er þessi skyndilega veiðiárátta Guðlaugs Lárussonar frekar svona útúr karakter. Lengi vel náði hann engu nema ánamöðkum og fugla hefur hann örsjaldan komið með inn. Mýs að mig minnir tvisvar svo ég vona að hann hafi ekki hugsað sér nýtt hobbý svona í ellinni !
Grillað í góða veðrinu í kvöld og svo fórum við Svava vinkona í góðan göngutúr um bæinn. Skoðuðum gróður og garða og týndum rusl á leiðinni sem er að verða fjölskyldu hobby !
Gagnlegt og gaman :-)
Comments:
Skrifa ummæli