18. júlí 2013
Fundur bæjarráðs í morgun. Nokkur fjöldi mála á dagskrá en fæst stór. Núna er "gúrkutíðin" að ná hámarki í sveitarstjórnargeiranum og erindum og símtölum mun fækka stöðugt fram að verslunarmannahelgi.
Strax eftir fundinn komu hingað þau Ásmundur Friðriksson þingmaður, Halldór Hróar og Sigurður sonur hans en þeir tveir síðastnefndu reka hér fyrirtækið Feng sem framleiðir undirburð undir húsdýr og ýmsar aðrar afurðir eru nú að líta þar dagsins ljós. Þessi hópur var að velta fyrir sér nýsköpun á þessu sviði en Fengur er sérhæft fyrirtæki á sviði endurvinnslu sem gaman er að fylgjast með.
Fór í ökuferð um bæinn ásamt Guðmundi Þór, formanni bæjaráðs, til að skoða framkvæmdir og fleira. Það er gaman að sjá hversu fallega íbúar í nýjum hverfum hafa í flestum tilfellum gengið frá lóðum sínum. Þar er áberandi hversu Valsheiðin er snyrtilega og velfrá gengin og Hraunbærinn líka. Heilmiklar pælingar og vinna liggur að baki góðum garði en slíkt skilar sér líka margfalt. Má til með að nota þetta tækifæri og hrósa Lóu og Gunna í Hraunbænum fyrir einstaklega fallega aðkomu að húsinu. Þvílík vinna sem hlýtur að liggja að baki svona fallegri grjóthleðslu.
Var svo heppin að vera boðin með Kristjáni Jónssyni, dýraeftirlitsmanni, í heimsókn til Sæmundar eplabónda á Hellu. Það var mikil upplifun og sérstaklega gaman að fá tækifæri til að skoða þennan einstaka garð. Ávaxtatré af fjölmörgum gerðum prýða garðinn og þrátt fyrir leiðindaveðráttu í sumar sýnist manni að uppskeran verði allnokkur. Skemmtilegt spjall og veitingar settu síðan punktinn yfir i-ið :-)
Endirinn á góðum degi er síðan grillveisla í Gýgjarhólskoti í kvöld svo í dag verð ég búin að þvera Suðurlandið ansi duglega :-)
Strax eftir fundinn komu hingað þau Ásmundur Friðriksson þingmaður, Halldór Hróar og Sigurður sonur hans en þeir tveir síðastnefndu reka hér fyrirtækið Feng sem framleiðir undirburð undir húsdýr og ýmsar aðrar afurðir eru nú að líta þar dagsins ljós. Þessi hópur var að velta fyrir sér nýsköpun á þessu sviði en Fengur er sérhæft fyrirtæki á sviði endurvinnslu sem gaman er að fylgjast með.
Fór í ökuferð um bæinn ásamt Guðmundi Þór, formanni bæjaráðs, til að skoða framkvæmdir og fleira. Það er gaman að sjá hversu fallega íbúar í nýjum hverfum hafa í flestum tilfellum gengið frá lóðum sínum. Þar er áberandi hversu Valsheiðin er snyrtilega og velfrá gengin og Hraunbærinn líka. Heilmiklar pælingar og vinna liggur að baki góðum garði en slíkt skilar sér líka margfalt. Má til með að nota þetta tækifæri og hrósa Lóu og Gunna í Hraunbænum fyrir einstaklega fallega aðkomu að húsinu. Þvílík vinna sem hlýtur að liggja að baki svona fallegri grjóthleðslu.
Var svo heppin að vera boðin með Kristjáni Jónssyni, dýraeftirlitsmanni, í heimsókn til Sæmundar eplabónda á Hellu. Það var mikil upplifun og sérstaklega gaman að fá tækifæri til að skoða þennan einstaka garð. Ávaxtatré af fjölmörgum gerðum prýða garðinn og þrátt fyrir leiðindaveðráttu í sumar sýnist manni að uppskeran verði allnokkur. Skemmtilegt spjall og veitingar settu síðan punktinn yfir i-ið :-)
Endirinn á góðum degi er síðan grillveisla í Gýgjarhólskoti í kvöld svo í dag verð ég búin að þvera Suðurlandið ansi duglega :-)
Comments:
Skrifa ummæli