<$BlogRSDUrl$>

7. júní 2013

Slóvnía - Króatía - Bosnía - 9 

Fórum frá Trogir - skiluðum bílnum á flugvellinum og tókum flugrútuna inn til Split.  Á leiðinni sáum við ógrynni af gróðurhúsum sem flest litu út fyrir að vera tóm.  Hvað ætli maður rækti í gróðurhúsi hér á þessum slóðum.  Get ekki betur séð en allt sem nöfnum tjáir að nefna vaxi hér utandyra ?

En þegar við komum til Split tók við leit að hótelherberginu sem við höfðum pantað á netinu í gærkvöldi.  Ætluðum aldrei að finna þetta, lentum í óprúttnum leiðindapúkum sem buðust til að hjálpa okkur, hringdu fyrir okkur eitt símtal og vildu svo heilan haug af "kúnum" fyrir "aðstoðina".  Hjálpsemi fellur ekki nálægt þessari framkomu enda fékk þessi náungi engar "kúnur"...

En fundum loksins herbergið sem er í húsi á besta stað í bænum.  Rétt við Diocletian höllina og gamla bæinn.  Frábær aðstaða - en nú erum við farin að spandera í hótelherbergi - 
orðin leið á  óvissunni  :-)

En héðan er nákvæmlega 8 mínútna gangur á aðal strönd bæjarins og þangað var skundað um leið og við höfðum komið okkur fyrir.  Hér er annað okkar í örvæntingu að reyna að ná einhverjum lit á meðan að hitt spókar sig um kaffibrúnt og ber ekki á sig örðu af sólkremi.  Gæðunum er misskipt í þessu lífi, það er víst ábyggilegt.  

En eftir að hafa legið og lesið í á annan tíma fór ég í sjóinn sem er afar notalegur hér.  Um leið og þangað kom leit ég yfir fjöllin í kring og þar blasti við þessi ógurlegi skýjabakki...  Leið ekki á löngu þar til hann byrgði sólu og þá var ekki annað að gera en að taka saman og það hratt.  Við vorum ekki ein um það því það brast á flótti í liðið á ógnarhraða.  Skýjabakkinn nálgaðist með ógnarhraða með tilheyrandi eldingum og þrumum.  Við rétt náðum heim áður en fyrstu droparnir féllu og við tók því líkt steypiregn og rok.  Hér var þrumuveður af bestu gerð í um klukkustund og göturnar breyttust í ólgandi vatnsflaum.  Kirkjuklukkurnar hringdu án afláts svo greinilegt var að mikið gekk á.  Haglið var algjörlega óeðlilega stórvaxið og vatnselgurinn var gríðarlegur.  Það var reyndar frekar notalegt að vera inni og fylgjast með útum gluggana.

En það stytti nú upp eins og alltaf gerir og þá fórum við að skoða gömlu borgina. Split er afar skemmtileg borg, sú líflegasta sem við höfum komið til enda ein sú stærsta.  Hér úir og grúir af túristum sem greinilega skemmta sér vel og markaðirnir eru engu líkir.  Flestir ferðamenn eru komnir til að fara út á eyjarnar hér fyrir utan, Brac og Hvar,  en við ætlum að láta þær eiga sig í bili enda nýkomin af öðrum eyjum.   Lavender er hér útum allt og erfitt að láta vera að versla smávegis af honum.  Þess vegna angar allt hjá okkur núna af þessari yndislegu jurt.  

Það var mögnuð upplifun að sitja á marmaratröppunum frægu í  1700 ára gamalli höllinni í náttmyrkrinu og hlusta á músík ásamt hundruðum annarra í kvöldblíðunni.   Hittum þarna afar líflega og skemmtilega Norðmenn sem við  spjölluðum við í allt kvöld.  Virkilega góður dagur og já,  Split er nýja uppáhaldsborgin mín :-)



Gríðarlegt þrumuveður gekk hér yfir í dag og því fylgdi þetta myndarlega hagl.


Verð að sýna ykkur þessa vflottu almúa sem hér vaxa meðfram öllum vegum. 


Ein aðal ströndin í Split er hér rétt hjá.  Þar var brakandi blíða og notalegt þar til skýjabólstrarnir í fjarska ærðust alveg...  

Einhverjir (lesist: Sigrún Kr. )  hafa verið að vorkenna Lárusi að vera með mér á ferðalagi og að hann fái hvorki að borða né að liggja í sólbaði í friði...  Vek athygli á þeirri staðreynd að betri helmingurinn entist ekki í 20 mínútur á bekknum í dag, fór þá á vit ævintýra.  Þetta með matinn gæti aftur á móti verið rétt, en við höfum heldur ekki gott af öllu þessu áti :-)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet