4. júní 2013
Slóvenía, Króatía - Bosnía - 5
Hótel Marina í Izola verður vafalaust flottasta hótelið sem við munum gista á í þessari ferð svo það er eins gott að njóta þess. En í dag við þurftum að skila bílnum fyrir kl. 11 og brunuðum því til Portoroz sem er hér rétt hjá. Það var bær sem kom mér á óvart. Hef auðvitað heyrt um Portoroz enda vinsæll sumarleyfis staður landans fyrir 30 árum og rúmlega það. Ef ég ætlaði í sumarfrí til að liggja á strönd þá kæmi sá bær sterklega til greina. Mjög flott og snyrtileg sandströnd. Fullt af bekkjum og sólhlífum og baðbryggjum, strandbörum og öllu því sem þar. Fyrir nú utan það hversu fallegur bærinn er og snýr svo skemmtilega beint í suður við flóann. Eftir að hafa kíkt á sjóinn og legið í sólbaði og dáðst að staðnum gengum við yfir til Piran sem eru um 5 - 6 km km. Þetta varð yndislegt rölt með ísstoppi og bjórstoppi í brennandi sólskini. Virkilega falleg gönguleið sem var vel þess virði. Piran er líka mjög fallegur bær sem við skoðuðum hátt og lágt. Fórum í kirkju sem þarna er en nenntum alls ekki upp í turninn. Nóg var nú samt. Tókum síðan strætó heim til Izola. Þar var pallurinn nýttur í síðdegissólbað áður en við prufukeyrðum strödina sem hér er. pallinum okkar. Hún var ágæt en kemst ekki í hálfkvist við Portoroz.
Fórum út að borða á ansi góðum stað á leiðinni heim lentum við óvart í útibíói sem var ágætis upplifun í þær 5 mínútur sem við nenntum að horfa á ítalska bíómynd með slóvenskum texta.
En Izola er ótrúlega huggulegur bær. Afar þröngar og kræklóttar götur, litlar búðir og kaffihús og vínbarir út um allt. Svo maður gleymi nú ekki ís og dessertabúðunum sem eru á hverju horni.
Hér er skafheiður himinn og sól og hitinn nálgast 25-28" yfir hádaginn. Það er ansi notalegt.
Það mun reyndar ekki sjást að ég hafi verið í sól, sólkremin ómissandi sjá um það, bæði 50 og 30 gera að verkum að engir geislar ná í gegn. í andlitið fyrst nr. 50 og svo nr 30 voru að. Eitthvað hef ég brunnið á blettum sem urðu útundan með sólkrem. Lárus aftur á móti er að verða svartur eftir einn dag í sólinni. Þessu er svo hróplega misskipt...
Comments:
Skrifa ummæli