<$BlogRSDUrl$>

12. júní 2013

Slóvenía - Króatía - Bosnía - 14 

Síðasti dagurinn - heim á morgun. 

Fórum í langa göngu í morgun.  Skoðuðum City hall sem er ein mest áberandi bygging Sarajevo. Hún er undir miklum tyrknesum áhrifum eins og svo margt annað hér í borg.  Þetta er afskaplega falleg bygging en hún hefur verið lokuð í tæp 17 ár eða allt frá því að Serbar sprengdu hana í tætlur í ágúst 1996.  Þar glataðist ómetanlegt bóka og handritasafn en um 90% þess eyðilagðist í árásunum sem höfðu engan annan tilgang en þann að eyðileggja þjóðargersemar Bosníumanna. 
Evrópusambandið styrkir endurbygginguna eins og svo margt annað hér.  Sáum líka risastóra mosku í byggingu en þar hafði Gaddafi lofað að kosta bygginguna en allir vita nú hvað varð um hann.  Á meðan stendur þessi stóra moska hér hálfkláruð.  Skýringin á öllum þessum fjölda af moskum er víst sú að um hverja mosku eru 45 "stór" fjölskyldur.  Ekki pláss fyrir fleiri á bænagólfinu - og þá verður að byggja nýja. 

Kíktum á Ashkenazy synagóguna  sem er afar falleg og gömul eins og allt annað hér í borg.  Merkilegt að þurfa að ganga upp fullt af stigum til að komast inní helgidóminn!  Við erum  orðin alveg ótrúlega þreytt á þessu endalausa príli. Spurning um að Evrópusambandi sponsi nokkrar lyftur !

Enduðum gönguna í BBI sem er stærsta verslunarmiðstöðin í borginni.  Alltaf gaman en við ákváðum að hafa lítinn farangur svo það takmarkar örlítið verslunargleðina...

Síðdegis höfðum við mælt okkur mót við Tamöru sem var túlkurinn minn hér í borg í kosningaeftirlitinu.  Það var virkilega gaman að hitta hana og hún þræddi alls konar götur og húsasund til að sýna okkur allt sem best.  Það er auðvitað afar gaman að geta farið um með heimamanni sem allt veit.  Við gengum hér uppí Hvíta virkið sem er hér ofan við borgina.  Enn og aftur upp endalausar brekkur! ! En þetta var mikil upplifun.  Útsýnið stórfenglegt yfir alla borgina.  Komum við í kirkjugarði á leðinni sem er algjörlega fullur af legstæðurm ungra manna og kvenna sem létust 1992 og 1993.  Þar er einnig gröf Alija Izatbegovic forseta Bosníu Herzegovinu.  Gröfin var vöktuð af hermanni en var samt látlaus á þeirra mælikvarða skilst mér.  Fjöldi fólks yfirgaf borgina í upphafi stríðsins og ég spurði hvers vegna allir hefðu einfaldlega ekki farið fyrst þeir gátu það?  Spurningin var víst fullkomlega fáránleg. Eiginmaður Tamöru varð til dæmis eftir til að verja borgina, ef allir hefðu farið þá væri borgin í Serbíu nú.  Ég gerði mér alltí einu grein fyrir því að þjóðernisást af þessari stærðargráðu er eitthvað sem við þekkjum ekki.  Enda hefur engum svo sem langað til að hirða af okkur landið.  Við myndum kannski líka berjast til síðasta blóðdropa ef einhverjum dytti slíkt til hugar.  Reyndar held ég að engum dytti það til hugar miðað við veðurlýsingar undanfarinna daga á facebook   ;-) 

En dagurinn var afar góður með Tamöru við fórum bæði út að borða hið dæmigerða cevapcici og líka á týpiskt kaffihús þar sem Lárus prófaði Bosníu kaffi.  Leit fagmannlega út við þá iðju. 

Fórum líka um nýustu hverfin með leigubíl af því hún vildi ekki að við sæjum eingöngu gömul og niðurnýdd hverfi.  

Í kvöld var endurraðað í töskur skroppið út í bjór og pizzu og aðeins rölt um basarinn.  Á morgun förum við heim en millilendum í Osló. Þar er þónokkur bið og því hef ég mælt mér mót við hana Heidi, vinkonu mína úr skólanum úti, ætlum semsagt á rölt um Karl Jóhann. Eins gott að ekkert klikki með flugið :-)




Lárus við City hall.  Flott bygging ..

Á Latin bridge en þar var Franz Ferdinand  erkihertogi Austurríka- Ungverska keisaraveldisins myrtur ásamt konu sinni Sophiu.  Í kjölfarið braust út fyrri heimstyrjöldin.

Lalli flottur til höfuðsins í Ashkenasy synagogunni.

Hér er gríðarmikið af betlurum, mikið af því rómafólk.  Þennan sáum við marg vaða með hendina í eldinn til að næla sér í smápeninga sem ferðamenn höfðu kastað í eldinn. Neyðin er mikil og víða !  

En þetta er "the etarnal flame"  Hefur logað óslitið frá lokum seinni heimstyrjaldar. 
--------------
Hér er reyndar líka ótrúlega mikið af villihundum og þeir fá að vera í friði.  Yfirvöld ná þeim stundum en í stað þess að lóga þeim eru þeir merktir, bólusettir, hreinsaðir og geltir og síðan sleppt,  Maður þekkir þá sem hafa fengið þessa meðhöndluð á merkingunni.  Síðan sitja þeir um mann á veitingahúsum og betla mat.  Veit alveg hvað yrði um svona villihunda heima...


Flottur matarmarkaður í glæsilegri byggingu í miðbænum. 


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet