8. júní 2013
Slóvenía - Króatía - Bosnía - 10
Brakandi blíða í allan dag. Hitinn slagaði í 30 stig og ekki skýhnoðri fyrir sólu. Það er nú samt alltaf jafn sérstakt að horfa til Dalmatíufjallanna sem yfirleitt eru þakin skýjum hér í næsta nágrenni. Byrjuðum daginn á aðalströndinni í Split og þar var legið í ansi langan tíma. Þarna er hreint meiriháttar að liggja og fylgjast með mannlífinu sem er ansi skrautlegt. Strandljónin í essinu sínu og maður gæti haldið að þeir væru í fullri vinnu við boltaleiki í sjónum. Allavega var endalaust verið að...
Hér er ógrynni af ferðamönnum, afar mikið af ungu fólki enda er þetta líflegur staður. Á kvöldin eru hér diskótek á hverju strái og gríðarlegt fjör í bænum. "Backpackers haven" sagði einhver... Hér er líka hellingur af eldra fólki sem margt er í siglingum hér um Adríahafið. Kíktum á svoleiðis snekkjur í kvöld og fengum flott tilboð um siglingu. Spurning um að nota það á næsta ári :-)
Gríðarlegur viðbúnaður lögreglu og hersins var hér í dag og við skyldum ekki upp né niður í því hvað var um að vera. Sáum svo í fréttunum í kvöld að hér var ganga samkynhneigðra. Mikið megum við vera þakklát fyrir stöðu mannréttinda heima.
Nú þarf að rífa sig snemma á fætur i fyrramálið þvi rútan til Mostar í Bosníu fer kl. 6. Ætlum að vera komin þangað snemma og eiga daginn í Mostar. Þar ætlum við síðan að reyna að leigja bíl áfram til Sarajevo daginn eftir.
Spennandi dagar framundan en Split er klárlega vel þess virði að heimsækja síðar ;-)
Comments:
Skrifa ummæli