2. júní 2013
Slóvenía - Króatía - Bosnía - 4
Idrija kom á óvart. Slepptum reyndar kvikasilfursnámunni sem var reyndar undir gistiheimilinu sem við bjuggum í en fórum í staðinn í kastala bæjarins og röltum þar um. Þar var safn tileinkað námunni sem dugði okkur alveg og
hreint ótrúlega flott sýning tileinkuð knipplingum sem bærinn er frægur fyrir. Þarna er haldin hátíð á hverju ári sem hannyrðakonur alls staðar að úr heiminum sækja. Merkilegt !
Lentum í villu í dag á leiðinni frá Idrija sem var reyndar heilmikið ævintýri eins og sést á myndinni. Fórum sem sagt uppá eitthvað fjall eftir afar bröttuð og kræklóttum vegi. Hittum konu á leiðinni sem sagði okkur að við værum að villast sem var reyndar þá orðið nokkuð augljós. Hún sagði okkur að það væri "bear at the top" og þess vegna vildi Lalli auðvitað halda áfram - sleipur í enskunni eins og alltaf hefði alveg þegið bjór! Það hefði reyndar verið spennandi að sjá skógarbjörn en þeir eru hér víða skilst okkur.
Skoðuðum sérstætt náttúruundur sem heitir Wild lake.
Þaðan fórum við í Postonja hellinn sem er einn stærsti hellir Evrópu. Hann er allavega 21 km langur en við fórum um 5 km. Bæði var farið með lest en líka gengið upp og niður hóla og hæðir inní hellinum. Ein flottasta náttúruupplifun sem við höfum séð. Ótrúlega stór og mikilfenglegur dropasteins hellir. Þar sáum við líka "human fish" eins konar salamöndru sem lifir í hellunum. Merkilegt kvikindi! Inní einni hvelfingunni hafa verið haldnir allt að 10.000 manna tónleikar og nýlega var þar körfuboltaleikur í auglýsingaskyni fyrir Evrópumótið sem hefst hér í haust og allt snýst um í landinu núna.
hreint ótrúlega flott sýning tileinkuð knipplingum sem bærinn er frægur fyrir. Þarna er haldin hátíð á hverju ári sem hannyrðakonur alls staðar að úr heiminum sækja. Merkilegt !
Lentum í villu í dag á leiðinni frá Idrija sem var reyndar heilmikið ævintýri eins og sést á myndinni. Fórum sem sagt uppá eitthvað fjall eftir afar bröttuð og kræklóttum vegi. Hittum konu á leiðinni sem sagði okkur að við værum að villast sem var reyndar þá orðið nokkuð augljós. Hún sagði okkur að það væri "bear at the top" og þess vegna vildi Lalli auðvitað halda áfram - sleipur í enskunni eins og alltaf hefði alveg þegið bjór! Það hefði reyndar verið spennandi að sjá skógarbjörn en þeir eru hér víða skilst okkur.
Skoðuðum sérstætt náttúruundur sem heitir Wild lake.
Þaðan fórum við í Postonja hellinn sem er einn stærsti hellir Evrópu. Hann er allavega 21 km langur en við fórum um 5 km. Bæði var farið með lest en líka gengið upp og niður hóla og hæðir inní hellinum. Ein flottasta náttúruupplifun sem við höfum séð. Ótrúlega stór og mikilfenglegur dropasteins hellir. Þar sáum við líka "human fish" eins konar salamöndru sem lifir í hellunum. Merkilegt kvikindi! Inní einni hvelfingunni hafa verið haldnir allt að 10.000 manna tónleikar og nýlega var þar körfuboltaleikur í auglýsingaskyni fyrir Evrópumótið sem hefst hér í haust og allt snýst um í landinu núna.
Keyrðum síðan sem leið lá niður á Istria skagann og römbuðum þar á bæ sem heitir Izola. Fengum þar flott hótel alveg við höfnina með útsýni yfir smábátana, eigin svalir og sólbaðsaðstöðu. Þetta er nýi uppáhaldsstaðurinn minn í bili :)
Hótel Marina - Izola.
Hótel Marina - Izola.
Séð yfir Júlíönsku Alpana á leiðinni frá Idrija.
Komin til Izola - útsýnið úr hótelherberginu.
Frábær aðstaða ;)
Comments:
Skrifa ummæli