11. mars 2013
Í kvöld bauð forysta Sjálfstæðisflokksins til opins fundar á Hótel Selfoss. Bjarni Ben og Hanna Birna voru með stuttar framsögur og síðan var opinn fyrirspurnatími allan fundin. Skemmtilegt fundaform þar sem svörin voru stutt og hnitmiðuð og fundargestir gátu komið sjónarmiðum sinum á framfæri. Það er greinilegt hvaða mál brennur helst á fólki en það er skuldastaða heimilanna og áhrif verðbólgunnar á hana. Margir lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðunni en þessi umræða gaf Bjarna og Hönnu Birnu jafnframt tækifæri til að kynna stefnu Sjálfstæðismanna í þessum málum. Stefnu sem hægt er að standa við sem er frumskilyrði við þær aðstæður sem hér eru. Flokkar sem ekki standa við loforðin fái þeir til þess tækifæri munu eiga í vandræðum á næsta kjörtímabili.
Comments:
Skrifa ummæli