1. mars 2013
Heilsuleysið gerði að verkum að ég afboðaði alla fundi eftir kl. 16 og skreið heim undir sæng. Missi því af frumsýningu Leikfélags Hveragerðis á "Með vífið í lúkunum". EN það er alveg á hreinu að við munum fara á sýninguna síðar. Ég ætla ekki að missa af því að sjá Guðmund Þór Guðjónsson, bæjarfulltrúa, fara á kostum í hlutverki samkynhneigðs sjarmatröll í þessu leikriti :-)
En dagurinn byrjaði með fundi í stjórn Fasteignafélags Hveragerðis þar sem farið var yfir ýmis atriði varðandi Hamarshöllina. Meðal annars var ákveðið að setja nú þegar snjóbræðslulögn milli tækjabúnaðarins og hallarinnar en slikt mun létta mikið á snjómokstri sem annars er nauðsynlegur. Ræddum líka afmörkun á völlum en komið hefur í ljós þörf á frekari afskermun á milli vallanna til að koma í veg fyrir árekstra. Við skoðuðum skemmtilega lausn sem prófuð verður á næstunni.
Um hádegi var ég komin til Reykjavíkur á fund í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar var mesta umræðan um frumvörp sem lögð hafa verið fyrir Alþingi varðandi persónukjör og skilyrðingu fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Umræðan var lífleg og að vanda var komist að þverpólitískri niðurstöðu. Stjórnin er nokkuð lunkin við það !
Strax að loknum stjórnarfundi hófst annar fundur á sama stað í nefnd sem ég á sæti í og fjallar um landshlutasamtök og svæðasamvinnu. Nú gengum við frá kynningu sem Dagur B. Eggerts mun flytja á Landsfundi sveitarfélaganna þann 15. mars og ræddum einnig fyrirkomulag borðaumræðu sem þar mun fara fram.
Helgin verður nýtt til að ná heilsu - ekki veitir af :-)
--------------------
En dagurinn byrjaði með fundi í stjórn Fasteignafélags Hveragerðis þar sem farið var yfir ýmis atriði varðandi Hamarshöllina. Meðal annars var ákveðið að setja nú þegar snjóbræðslulögn milli tækjabúnaðarins og hallarinnar en slikt mun létta mikið á snjómokstri sem annars er nauðsynlegur. Ræddum líka afmörkun á völlum en komið hefur í ljós þörf á frekari afskermun á milli vallanna til að koma í veg fyrir árekstra. Við skoðuðum skemmtilega lausn sem prófuð verður á næstunni.
Um hádegi var ég komin til Reykjavíkur á fund í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar var mesta umræðan um frumvörp sem lögð hafa verið fyrir Alþingi varðandi persónukjör og skilyrðingu fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Umræðan var lífleg og að vanda var komist að þverpólitískri niðurstöðu. Stjórnin er nokkuð lunkin við það !
Strax að loknum stjórnarfundi hófst annar fundur á sama stað í nefnd sem ég á sæti í og fjallar um landshlutasamtök og svæðasamvinnu. Nú gengum við frá kynningu sem Dagur B. Eggerts mun flytja á Landsfundi sveitarfélaganna þann 15. mars og ræddum einnig fyrirkomulag borðaumræðu sem þar mun fara fram.
Helgin verður nýtt til að ná heilsu - ekki veitir af :-)
--------------------
Comments:
Skrifa ummæli