18. mars 2013
Fór yfir launaáætlanir stofnana og hvernig rauntölur fyrstu tvo mánuði ársins eru að standast. Þar er ýmislegt sem þar þarf að skoða betur en vafalaust eru skýringar á misræmi þar sem það er að finna.
Gekk frá kaupsamningum um lóðirnar í miðbænum þannig að nú er Hveragerðisbær handhafi þeirra lóðarréttinda á ný. Hefði nú samt viljað sjá að betur væri gengið frá Heiðmerkurlóðunum eftir niðurrif gróðurhúsanna sem þar voru og var það mál sérstaklega rætt á fundinum.
Skrifaði undir verksamning við forsvarsmenn fyrirtækisins Óskaverk en þeir buðu hina stórgóður tölu 4.999.999,- í útboð er laut að fráveitu við sundlaugina og göngustígum í miðbænum. Bónusfyrirtækið var það kallað á bæjarstjórnarfundi í ljósi tölunnar... Við höfum góða reynslu af þessum aðila en hann sá um gerð göngustígsins innað Hamarshöll í fyrra og gerði það vel.
Átti langi og gott samtal við Capacent en við erum nú í samstarfi við þau um ráðningu í tvær stöður. Annars vegar umhverfisfulltrúa og hins vegar skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði. Fjöldi góðra umsókna hefur borist svo Capacent ráðgjafarnir hafa nóg að gera núna. Umsóknarfrestur um stöðu skólastjórans rennur út í kvöld svo á morgun liggur fyrir hversu margir hafa skilað inn umsókn.
Ég skrapp örstutt í kaffi á Dvalarheimilið Ás, nánar tiltekið í Ásbyrgi en þar fagnaði Halli vinur minn 75 ára afmælinu sínu. Það var vegleg rjómaterta á boðstólum í tilefni dagsins og afmælissöngurinn sunginn hástöfum fyrir afmælisbarnið. Við Halli erum búin að vera vinir í bráðum 15 ár. Óskaplega góður maður sem vill öllum vel. Á myndinni er hluti afmælisgestanna ásamt Haraldi sem er lengst til hægri á myndinni.
Sund í góðum hópi og meirihlutafundur í kvöld venju samkvæmt.
---------------------------------
Gekk frá kaupsamningum um lóðirnar í miðbænum þannig að nú er Hveragerðisbær handhafi þeirra lóðarréttinda á ný. Hefði nú samt viljað sjá að betur væri gengið frá Heiðmerkurlóðunum eftir niðurrif gróðurhúsanna sem þar voru og var það mál sérstaklega rætt á fundinum.
Skrifaði undir verksamning við forsvarsmenn fyrirtækisins Óskaverk en þeir buðu hina stórgóður tölu 4.999.999,- í útboð er laut að fráveitu við sundlaugina og göngustígum í miðbænum. Bónusfyrirtækið var það kallað á bæjarstjórnarfundi í ljósi tölunnar... Við höfum góða reynslu af þessum aðila en hann sá um gerð göngustígsins innað Hamarshöll í fyrra og gerði það vel.
Átti langi og gott samtal við Capacent en við erum nú í samstarfi við þau um ráðningu í tvær stöður. Annars vegar umhverfisfulltrúa og hins vegar skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði. Fjöldi góðra umsókna hefur borist svo Capacent ráðgjafarnir hafa nóg að gera núna. Umsóknarfrestur um stöðu skólastjórans rennur út í kvöld svo á morgun liggur fyrir hversu margir hafa skilað inn umsókn.
Ég skrapp örstutt í kaffi á Dvalarheimilið Ás, nánar tiltekið í Ásbyrgi en þar fagnaði Halli vinur minn 75 ára afmælinu sínu. Það var vegleg rjómaterta á boðstólum í tilefni dagsins og afmælissöngurinn sunginn hástöfum fyrir afmælisbarnið. Við Halli erum búin að vera vinir í bráðum 15 ár. Óskaplega góður maður sem vill öllum vel. Á myndinni er hluti afmælisgestanna ásamt Haraldi sem er lengst til hægri á myndinni.
Sund í góðum hópi og meirihlutafundur í kvöld venju samkvæmt.
---------------------------------
Comments:
Skrifa ummæli