6. mars 2013
Það er nú ekki oft sem maður vaknar hér í Blómabænum og sér ekki út um gluggana fyrir snjó en það gerðist í morgun. Veturinn brast á með látum og stóð yfir í nokkra klukkutíma. Ansi hreint hvasst og skafrenningur en eiginlega ekki nokkur snjór með þessu. Reyndar safnaðist aðeins í skafla en það er nú ekki eitthvað sem talandi er um þegar myndir úr öðrum landshlutum eru skoðaðar.
Uppúr hádegi fór að lægja og um kaffi orðið nokkuð gott. Myndin er tekin fyrir utan bæjarskrifstofun, þar fann ég skafl,ja eða kannski frekar ruðning :-)
Dagurinn í dag ljúfur og nýttur til bréfaskrifta og tiltektar. Það var auðvitað öllum fundum frestað og enginn kom á skrifstofuna svo þetta var rólegur dagur.
Þar sem ég sit nú í nefnd sem fjallar um landshlutasamtök og svæðasamvinnu finnst mér þetta myndbrot hrein snilld. Þarna er fjallað um lýðræðið og hlutverk embættismanna og ráðuneyta með afar "fróðlegum" hætti :-)
--------------------------
Með vífið í lúkunum í kvöld var stórkostleg skemmtun. Leikarar fara á kostum og mikið var hlegið í leikhúsinu í Hveragerði. Ég get ekki beðið eftir að hitta Guðmund Þór bæjarfulltrúa á fundi bæjarráðs í fyrramálið ;-)
Hvet alla til að láta ekki þessa sýningu fram hjá sér fara !
Uppúr hádegi fór að lægja og um kaffi orðið nokkuð gott. Myndin er tekin fyrir utan bæjarskrifstofun, þar fann ég skafl,ja eða kannski frekar ruðning :-)
Dagurinn í dag ljúfur og nýttur til bréfaskrifta og tiltektar. Það var auðvitað öllum fundum frestað og enginn kom á skrifstofuna svo þetta var rólegur dagur.
Þar sem ég sit nú í nefnd sem fjallar um landshlutasamtök og svæðasamvinnu finnst mér þetta myndbrot hrein snilld. Þarna er fjallað um lýðræðið og hlutverk embættismanna og ráðuneyta með afar "fróðlegum" hætti :-)
--------------------------
Með vífið í lúkunum í kvöld var stórkostleg skemmtun. Leikarar fara á kostum og mikið var hlegið í leikhúsinu í Hveragerði. Ég get ekki beðið eftir að hitta Guðmund Þór bæjarfulltrúa á fundi bæjarráðs í fyrramálið ;-)
Hvet alla til að láta ekki þessa sýningu fram hjá sér fara !
Comments:
Skrifa ummæli