27. apríl 2012
Uppúr kl. 9 var ég mætt á hverasvæðið ásamt fríðu föruneyti en Hveragerðisbær er fyrsta bæjarfélagið til að taka upp notkun á rafgreindum saltvatnsvökva við sótthreinsun og þrif í bæjarfélaginu. Fengum við sérstaka viðurkenningu frá fyrirtækinu Toucan sem framleiðir tækjabúnaðinn. Hér má sjá upplýsingar um fyrirtækið. Fellur þessi aðferð afar vel að stefnu bæjarfélagsins sem umhverfisvæns samfélags. Nú þarf að kynna þetta enn betur fyrir bæjarbúum.
Gat því miður ekki stoppað lengi í Hveragarðinum þar sem ég þurfti að vera mætt í Utanríkisráðuneytið á fund í samráðshópi um Evrópusambands aðildarumsóknina klukkan 11. Þar fór Stefán Haukur aðalsamningarmaður okkar ásamt Kolbeini Árnasyni yfir sjávarútvegsmálin, stöðu og horfur í samningaviðræðunum. Afskaplega athyglisvert og fróðlegt fyrir landkrabba eins og mig! Gat því miður ekki klárað fundinn sem standa átti til kl. 15 því stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á fundi eftir hádegi. Þar varð mikið umræða um innleiðingu NPA notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Þar er greinilegt að væntingar eru miklar en fjárveiting ríkisins of lítil. Það er erfitt að mæta kröfunum þegar aurinn er ekki fyrir hendi!
Strax eftir stjórnarfundinn var fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sem stóð til kl. 18. Afslöppun í kvöld eftir mikinn fundadag :-)
Gat því miður ekki stoppað lengi í Hveragarðinum þar sem ég þurfti að vera mætt í Utanríkisráðuneytið á fund í samráðshópi um Evrópusambands aðildarumsóknina klukkan 11. Þar fór Stefán Haukur aðalsamningarmaður okkar ásamt Kolbeini Árnasyni yfir sjávarútvegsmálin, stöðu og horfur í samningaviðræðunum. Afskaplega athyglisvert og fróðlegt fyrir landkrabba eins og mig! Gat því miður ekki klárað fundinn sem standa átti til kl. 15 því stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á fundi eftir hádegi. Þar varð mikið umræða um innleiðingu NPA notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Þar er greinilegt að væntingar eru miklar en fjárveiting ríkisins of lítil. Það er erfitt að mæta kröfunum þegar aurinn er ekki fyrir hendi!
Strax eftir stjórnarfundinn var fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sem stóð til kl. 18. Afslöppun í kvöld eftir mikinn fundadag :-)
Comments:
Skrifa ummæli