25. apríl 2012
Hittumst fjórar, ég, Ásta Camilla, Guðrún Rósa og Elínborg til að ræða framvindu undirbúnings að Blómum í bæ. Þar er allt komið á fulla ferð. Búið er að hanna bómabeðin með það fyrir augum að þau minni okkur á þema ársins sem er "sirkus". Það stefnir í að verða nokkuð skrautlegt og skemmtilegt. Elínborgu gengur framar vonum að selja bása og kynningarsvæði svo það er í ljómandi góðum farvegi. Dagskrárliðir eru smám saman að fæðast og hugmyndavinna í fullum gangi. Í morgun hittum við Ásta líka fulltrúa Norræna félagsins sem ætla að halda Jónsmessuhátíð sína sama laugardag og Blóm í bæ verður haldin þannig að miðsumarstöng verður reist í Listigarðinum og boðið uppá eldbakað brauð og piparkökum með hvítmygluosti í anda norrænna hefða. Samkoma félagsins tókst afar vel í fyrra svo nú verður leikurinn endurtekinn.
Síðdegis var aðalfundur Kjörís þar sem við systur og mamma eigum sæti í stjórn ásamt Guðmundi föðurbróður okkar. Hann hefur mestar áhyggjur af því að við séum að brjóta jafnréttislög í stjórninni með öllum þessum kvenmönnum og veltir því oft upp hver okkar eigi nú að víkja svo kynjahlutföllin verði jafnari! Við neitum öllum umleitunum um slíkt. Það er svolítið gaman að geta þess að þrátt fyrir kvennaslagsíðu í stjórn Kjörís er áberandi karlaslagsíða í starfsmannahópnum þar sem mikill meirihluti starfsmanna Kjörís er karlmenn, öfugt við það sem margur hefði haldið.
En annars byrjaði ég morguninn eldsnemma á viðtali við Loga og Kollu í Ísland í bítið. Umfjöllunin varð eingöngu um jarðskjálftana við Hellisheiði en ég var að vonast til að það yrði rætt um fleira eins og til dæmis byggingu loftborna íþróttahússins eða þá fjölbreyttu dagskrá sem er framundan hér í Hveragerði á næstu mánuðum. En tíminn varð knappari en til stóð eins og oft gerist í útvarpinu.
Umhverfissinninn Lára Hanna Einarsdóttir hefur sett saman skemmtilegt myndband af umfjöllun fjölmiðla um manngerðu jarðskjálftana við Hellisheiðarvirkjun. Hér geta áhugasamir nálgast myndbandið.
Síðdegis var aðalfundur Kjörís þar sem við systur og mamma eigum sæti í stjórn ásamt Guðmundi föðurbróður okkar. Hann hefur mestar áhyggjur af því að við séum að brjóta jafnréttislög í stjórninni með öllum þessum kvenmönnum og veltir því oft upp hver okkar eigi nú að víkja svo kynjahlutföllin verði jafnari! Við neitum öllum umleitunum um slíkt. Það er svolítið gaman að geta þess að þrátt fyrir kvennaslagsíðu í stjórn Kjörís er áberandi karlaslagsíða í starfsmannahópnum þar sem mikill meirihluti starfsmanna Kjörís er karlmenn, öfugt við það sem margur hefði haldið.
En annars byrjaði ég morguninn eldsnemma á viðtali við Loga og Kollu í Ísland í bítið. Umfjöllunin varð eingöngu um jarðskjálftana við Hellisheiði en ég var að vonast til að það yrði rætt um fleira eins og til dæmis byggingu loftborna íþróttahússins eða þá fjölbreyttu dagskrá sem er framundan hér í Hveragerði á næstu mánuðum. En tíminn varð knappari en til stóð eins og oft gerist í útvarpinu.
Umhverfissinninn Lára Hanna Einarsdóttir hefur sett saman skemmtilegt myndband af umfjöllun fjölmiðla um manngerðu jarðskjálftana við Hellisheiðarvirkjun. Hér geta áhugasamir nálgast myndbandið.
Comments:
Skrifa ummæli