12. apríl 2012
Dagurinn byrjaði á fundi héraðsráðs Árnesinga að Borg í Grímsnesi. Þar fórum við yfir drög að nýjum samþykktum fyrir tilvonandi byggðasamlag sem stofna verður í stað héraðsnefndarinnar þar sem ekki er lengur lagastoð fyrir þeirri stjórnsýslueiningu. Fínn fundur þar sem að vanda voru mörg önnur góð mál krufin til mergjar.
Við tók síðan undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund þar sem lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur bæjarins árið 2011. Hann gæti að ósekju verið betri en það sem skekkir hann hvað mest eru breytingar á lífeyrisskuldbindingum, afskrifaðir vextir hjá innheimtumanni ríkissjóðs og aukin verðbólga. Vegna þessara liða er halli á rekstrarreikningi þó að veltufé og handbært fé sé í mun betra horfi en áður hefur verið. Rekstur stofnana bæjarins er yfirleitt í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og þar sem það er ekki þá eru fyrir því gildar ástæður. Skuldastaða bæjarins er undir hinu fræga skuldaþaki sem sett var inní ný sveitarstjórnarlög og er það mjög gott. Nú þurfum við helst að auka tekjurnar með öllum tiltækum ráðum því auðvitað viljum við hafa reksturinn í eins góðu lagi og nokkur er kostur. En eins og endurskoðandinn orðaði það þá er reksturinn í lagi og allar lykiltölur mun betri en undanfarin ár. Frávik frá fjárhagsáætlun liggja að mestu leyti í reiknuðum stærðum sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi. Meira um reikninginn síðar.
Í dag kom einnig hingað til fundar aðili sem hefur miklar og stórar hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu. Hvort þær verða að veruleika hér í Hveragerði er aftur á móti annar handleggur.
Var að setja inn nokkrar myndir sem teknar voru um páskana fyrir austan. Skrollið niður síðuna ;-)
Við tók síðan undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund þar sem lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur bæjarins árið 2011. Hann gæti að ósekju verið betri en það sem skekkir hann hvað mest eru breytingar á lífeyrisskuldbindingum, afskrifaðir vextir hjá innheimtumanni ríkissjóðs og aukin verðbólga. Vegna þessara liða er halli á rekstrarreikningi þó að veltufé og handbært fé sé í mun betra horfi en áður hefur verið. Rekstur stofnana bæjarins er yfirleitt í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og þar sem það er ekki þá eru fyrir því gildar ástæður. Skuldastaða bæjarins er undir hinu fræga skuldaþaki sem sett var inní ný sveitarstjórnarlög og er það mjög gott. Nú þurfum við helst að auka tekjurnar með öllum tiltækum ráðum því auðvitað viljum við hafa reksturinn í eins góðu lagi og nokkur er kostur. En eins og endurskoðandinn orðaði það þá er reksturinn í lagi og allar lykiltölur mun betri en undanfarin ár. Frávik frá fjárhagsáætlun liggja að mestu leyti í reiknuðum stærðum sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi. Meira um reikninginn síðar.
Í dag kom einnig hingað til fundar aðili sem hefur miklar og stórar hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu. Hvort þær verða að veruleika hér í Hveragerði er aftur á móti annar handleggur.
Var að setja inn nokkrar myndir sem teknar voru um páskana fyrir austan. Skrollið niður síðuna ;-)
Comments:
Skrifa ummæli