13. apríl 2012
Átti góðan fund með Gunnvöru leikskólastjóra Óskalands þar sem við fórum yfir biðlistann og hvernig útlit næsta árs er á leikskólum bæjarins. Á biðlistanum nú eru 2-3 börn sem urðu 18 mánaða það sem af er apríl en annars er ekkert barn á biðlistanum sem náð hefur leikskólaaldri. Þykir það harla gott. Í haust munu fleiri börn hætta en tekin verða inn nema að tilflutningur til bæjarins verði töluverður í sumar. Við þessari stöðu verður að bregðast og munu leikskólastjórarnir fara ýtarlega yfir skipulag leikskólanna á næstunni.
Þegar ég kom heim síðdegis í dag tók á móti mér fárveikur ungur maður sem hafði verið einn heima megnið af deginum án þess að láta móður sína vita af veikindunum. Það var því ekki til umræðu að fara að yfirgefa soninn aleinann til að mæta í afmælið hans Magnúsar Karels eins og ég hafði annars hugsað mér! Sendi Magnúsi hér með mínar allra bestu afmæliskveðjur, þykist vita að ég hafi misst af þrusu veislu á Eyrarbakka ;-)
Þegar ég kom heim síðdegis í dag tók á móti mér fárveikur ungur maður sem hafði verið einn heima megnið af deginum án þess að láta móður sína vita af veikindunum. Það var því ekki til umræðu að fara að yfirgefa soninn aleinann til að mæta í afmælið hans Magnúsar Karels eins og ég hafði annars hugsað mér! Sendi Magnúsi hér með mínar allra bestu afmæliskveðjur, þykist vita að ég hafi misst af þrusu veislu á Eyrarbakka ;-)
Comments:
Skrifa ummæli