4. september 2010
Við Svava eyddum deginum í dag á sveppatínslu námskeiði á Garðyrkjuskólanum, þar sem skógfræðingurinn Bjarni Diðrik Sigurðsson miðlaði af þekkingu sinni. Fórum meðal annars til Snæfoksstaða þar sem gengið var um skóginn og sveppir skoðaðir og tíndir. Afskaplega fróðlegt og skemmtilegt. Kom heim með dágóðan slatta af sveppum, furusveppi, kúalubba, gorkúlu og slímgump. Nú eru þetta allt komið í frysti ásamt dýrðlegu sveppasoði. Eldaði síðan kjúkling með villisveppasósu í kvöld þar sem íslensku sveppirnir voru afar bragðgóðir. Held að ég verði að fara aftur á morgun og tína meira á meðan að ég man hverjir eru ætir.
Undanfarið hef ég verið að finna undarlega sveppi í garðinum hjá mér og því tókum við þá með á námskeiðið til að láta greina þá. Bjarna fannst þeir eitthvað dularfullir svo hann tók þá með til að skoða þá betur. Hópurinn fékk þessi skilaboð frá honum áðan:
Ég get nú staðfest að belgsveppurinn sem fannst í garði bæjarstjórans í Hveragerði er hinn eitraði brjóskbelgur (Scleroderma bovista) sem er síðasta tegundin í námskeiðsheftinu sem þið fenguð. Hann er eini eitraði belgsveppurinn (fýsisveppurinn)! Hann var áður aðeins þekktur frá Reykjavíkursvæðinu og þetta er því í fyrsta skipti sem hann finnst utan Reykjavíkur.
Eintökin sem ég hafði áður séð í Svíþjóð voru aðeins ljósari að innan (gráyrjótt), en núna þegar ég hef haft tíma til að fletta upp í bókunum þá sé ég að hann verður svona svart-yrjóttur að innan þegar hann eldist aðeins.
Bæjarstjórinn fann því óvæntan nýbúa í Hveragerði ;o)
Það er frábært hversu mikið íbúum fjölgar í Hveragerði en nýbúar af þessari tegund mega mín vegna gjarnan vera einhvers staðar annars staðar en í okkar garði :-)
Á meðan að við Svava leituðum sveppa fór karlpeningurnn í Brúarhlaupið á Selfossi. Þeir voru afar stoltir af dugnaðnum en yngri hópurinn byrjaði víst aðeins of hratt, Lárus vissi af reynslu að það er betra að taka því rólega í byrjun :-)
En þeir komu í mark eftir 5 kílómetrana, Albert og Bjarni á 29 mínútum en Lárus á 31...
Þeir voru ekki einu Hvergerðingarnir sem hlupu í dag, hér má til dæmis sjá þær Siggurnar og Elínu að loknu hlaupi!
Undanfarið hef ég verið að finna undarlega sveppi í garðinum hjá mér og því tókum við þá með á námskeiðið til að láta greina þá. Bjarna fannst þeir eitthvað dularfullir svo hann tók þá með til að skoða þá betur. Hópurinn fékk þessi skilaboð frá honum áðan:
Ég get nú staðfest að belgsveppurinn sem fannst í garði bæjarstjórans í Hveragerði er hinn eitraði brjóskbelgur (Scleroderma bovista) sem er síðasta tegundin í námskeiðsheftinu sem þið fenguð. Hann er eini eitraði belgsveppurinn (fýsisveppurinn)! Hann var áður aðeins þekktur frá Reykjavíkursvæðinu og þetta er því í fyrsta skipti sem hann finnst utan Reykjavíkur.
Eintökin sem ég hafði áður séð í Svíþjóð voru aðeins ljósari að innan (gráyrjótt), en núna þegar ég hef haft tíma til að fletta upp í bókunum þá sé ég að hann verður svona svart-yrjóttur að innan þegar hann eldist aðeins.
Bæjarstjórinn fann því óvæntan nýbúa í Hveragerði ;o)
Það er frábært hversu mikið íbúum fjölgar í Hveragerði en nýbúar af þessari tegund mega mín vegna gjarnan vera einhvers staðar annars staðar en í okkar garði :-)
Á meðan að við Svava leituðum sveppa fór karlpeningurnn í Brúarhlaupið á Selfossi. Þeir voru afar stoltir af dugnaðnum en yngri hópurinn byrjaði víst aðeins of hratt, Lárus vissi af reynslu að það er betra að taka því rólega í byrjun :-)
En þeir komu í mark eftir 5 kílómetrana, Albert og Bjarni á 29 mínútum en Lárus á 31...
Þeir voru ekki einu Hvergerðingarnir sem hlupu í dag, hér má til dæmis sjá þær Siggurnar og Elínu að loknu hlaupi!
Comments:
Skrifa ummæli