13. september 2010
Laugardagur í Tungnaréttum. Mikill fjöldi fólks samankominn og þónokkrar kindur. Hittum fjölmarga sem við þekktum og skemmtum okkur konunglega. Gýgjarhólskotsfólk fór reyndar frekar snemma og við í humátt á eftir. Náðum safninu við Einholt og fylgdum við Albert því þaðan á tveimur jafnfljótum. Þetta þykir okkur afskaplega skemmtilegt.
Stoppuðum fram eftir degi i Kotinu og könnuðum við Svava meðal annars skógræktina með tilliti til sveppa :-)
Á leiðinni niður eftir heimsóttum við Sigurveigu og Gísla í bústaðinn á Drumboddsstöðum og döguðum uppi fram eftir kvöldi. Það var svo ósköp notalegt !
Takk kærlega Tungnamenn fyrir góðan dag!
Sunnudagur ansi blautur hér í Hveragerði. Ég, Albert og Bjarni fórum samt í langan göngutúr í rigningunni í morgun. Ekki slæmt :-)
Fengum fullt af góðum gestum í dag og meðal annarra afa og ömmu frá Sauðárkrók sem ákváðu skyndilega að skella sér suður. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn.
Á morgun, mánudag, hefst tveggja daga SASS þing á Selfossi. Ágætt að hafa það svona nálægt þá getur maður skotist heim á milli "atriða".
Stoppuðum fram eftir degi i Kotinu og könnuðum við Svava meðal annars skógræktina með tilliti til sveppa :-)
Á leiðinni niður eftir heimsóttum við Sigurveigu og Gísla í bústaðinn á Drumboddsstöðum og döguðum uppi fram eftir kvöldi. Það var svo ósköp notalegt !
Takk kærlega Tungnamenn fyrir góðan dag!
Sunnudagur ansi blautur hér í Hveragerði. Ég, Albert og Bjarni fórum samt í langan göngutúr í rigningunni í morgun. Ekki slæmt :-)
Fengum fullt af góðum gestum í dag og meðal annarra afa og ömmu frá Sauðárkrók sem ákváðu skyndilega að skella sér suður. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn.
Á morgun, mánudag, hefst tveggja daga SASS þing á Selfossi. Ágætt að hafa það svona nálægt þá getur maður skotist heim á milli "atriða".
Comments:
Skrifa ummæli