7. september 2010
Fundur í Héraðsráði Árnessýslu hér á bæjarskrifstofunni í býtið í morgun. Strax á eftir langur og strangur fundur kjörnefndar SASS hér á skrifstofunni en nú er unnið að uppstillingu í nefndir og stjórnir SASS en ársþing samtakanna verður á Selfossi næstkomandi mánudag og þriðjudag. Eftir hádegi var fundur um sameiningarkosti hér á Suðurlandi en Kristján Möller var sérstakur talsmaður fækkunar sveitarfélaga. Þessi hópur var skipaður fyrir kosningar en hefur ekki hist fyrr en nú. Spurning hvort nýr ráðherra er jafn áhugasamur um málið. Nokkrir kostir voru ræddir sem mögulegir til dæmis, Árnessýsla eitt sveitarfélag, Rangárþing og Skaftárhreppur annað. Suðurland allt eitt sveitarfélag og jafnvel Ölfus og Hveragerði í eina sæng. Allt er þetta enn á umræðustigi og spurning hvort það færist nokkuð þaðan í bráð !
Hlaupahópur Hamars fagnaði 1. árs afmæli þann 7. sept. Þá tók Bjössi á Bláfelli þessar flottu myndir. Gönguhópurinn var reyndar í fyrsta sinn fjölmennari þannig að því markmiði var fljótt náð :-)
Hlaupahópur Hamars fagnaði 1. árs afmæli þann 7. sept. Þá tók Bjössi á Bláfelli þessar flottu myndir. Gönguhópurinn var reyndar í fyrsta sinn fjölmennari þannig að því markmiði var fljótt náð :-)
Comments:
Skrifa ummæli