<$BlogRSDUrl$>

27. september 2010

Helgin leið eins og örskot eins og reyndar allir dagar virðast gera. Á laugardeginum mætti Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðsflokksins í opið hús. Hún var afar skelegg og rökföst. Held að fólki hafi þótt virkilega gaman að því að hitta hana. Hún hafði skoðanir í virkjunarmálum sem hópnum hugnaðist en Bitra er okkur enn afar hugleikin þó að umræða um þá virkjun hafi undanfarið fallið í skuggann af öðrum og stærri málum. Það er opið hús aftur næsta laugardagsmorgun en fyrir fjölmarga er þessi hittingur ómissandi upphaf á helginni. Verst að missa alltaf af göngunni á laugardagsmorgnum í staðinn...

Eftir hádegi á laugardag var 35 ára afmælishátíð Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, HSSH. Glæsilegt hóf þar sem meðlimir sveitarinnar tóku afar vel á móti gestum sínum. Færðu fram dýrindis veitingar og tóku við árnaðaróskum og gjöfum. HSSH hefur haft mikla þýðingu fyrir Hveragerðisbæ enda félagar í sveitinni óþreytandi við að koma til aðstoðar þegar mikið liggur við. Það var vel til fundið að gera Svein á Varmá að heiðursfélaga í sveitinni við þetta tækifæri. Hann hefur verið virkur félagi frá upphafi og ómetanlegur bakhjarl þeirra sem yngri eru nú á seinni árum.

Kvöldmaturinn var í Eden en þar er í boði glæsilegt steikarhlaðborð um helgar fyrir lítinn pening. Við Inga Lóa brugðum okkur þangað með fjóra unga menn. Held að það hljóti að hafa verið tap á hlaðborðinu það kvöldið :-) Algjörlega óhætt að mæla með þessu og svo er umhverfið svo huggulegt þegar farið er að rökkva úti...

Datt til hugar að telja þá staði sem selja mat/kaffi með einum eða öðrum hætti hér í Hveragerði og held svei mér að þeir séu ellefu: Hótel Örk, Hoflandsetrið, Mæran, Kondí, Kjöt og kúnst, Tían, HNLFÍ, Eden, Listasafn Árnesinga, Almar bakari, Shell og N1. Þá tel ég ekki með Gistiheimilið Frumskóga og Frost og funa sem selja gestum sínum mat. Þetta er auðvitað með hreinum ólíkindum !!

Rok og rigning á sunnudag en samt farið í langan og röskan göngutúr í anda Péturs og Lísu... Um kvöldið afar vel lukkuð "koma á óvart" veisla í tilefni af stórafmæli Gunnu vinkonu. Krosssaumsklúbbskonur skemmtu sér vel það kvöld ...

Í dag mánudag fór drjúgur tími í að svara erindum og símtölum sem höfðu borist með tölvupósti. Hitti Guðrúnu Olgu Clausen og Sigurð Blöndal vegna samnings sem í bígerð er við nemendur 10. bekkjar um aðstoð við skólastarf. Á sama fund kom einnig Guðríður AAdnegaard til að ræða árlegan samning sem gerður er við 7. bekk um ruslahreinsun í bæjarfélaginu. Þetta eru afar góð verkefni sem mikilvægt er að halda í þrátt fyrir að illa ári. Krakkarnir hafa gott af því að taka ábyrgð og í kjölfarið verður skólabragurinn betri og umgengin um bæjarfélagið einnig.

Eftir hádegi tók ég á móti ráðherra orkumála í Indlandi Dr. Farooq Abdullah. Hann hefur ítrekað verið forsætisráðherra í Kashmír eins og faðir hans og síðar sonur hafa einnig verið. Ef marka má vin minn Google þá er ráðherrann einn af leiðandi stjórnmálamönnum Indlands sem starfað hefur í hringiðu stjórnmálanna þar í landi í 30 ár. Í Kashmír hefur ríkt óöld og því kannski ekki að undra þó að lífverðir hafi fylgt ráðherranum hingað austur. Heldur skrýtið samt fyrir utan Kjöt og kúnst. Við skoðuðum hveraeldhúsið hjá Óla og Önnu Maríu sem vekur ávallt verðskuldaða athygli, heimsóttum síðan Garðyrkjuskólann og Heilsustofnun NLFÍ þar sem baðhúsið var skoðað. Sendiherra Indlands hér á Íslandi var einnig með í för en hann kom hingað í síðustu viku til að skoða aðstæður. Ég fæ líka reglulega tölvupóst frá Baniprosonno og Putul sem eru indversk hjón sem komið hafa í tvígang hingað í tengslum við Listasafnið. Mér finnast tengsl mín við Indland orðin harla góð uppá síðkastið...

Í kvöld hittust meirihlutarnir hér í Hveragerði og í Ölfusi á góðum og skemmtilegum fundi þar sem farið var yfir ýmis mál er snerta þessi tvö sveitarfélög. Það er full ástæða til að eiga mikið og gott samstarf þvert á sveitarfélagmörk enda fjöldi mála sameiginlegur þessum tveimur sveitarfélögum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet