29. september 2010
Þá er skömm Alþingis orðin algjör. Að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm er með hreinum ólíkindum og seint hefði ég trúað að Alþingismenn legðust jafn lágt. En fátt kemur manni lengur á óvart í landsmálunum. Geir er einn heiðarlegasti og grandvarasti stjórnmálamaður sem við höfum átt og sennilega vann hann sér það eitt til saka að vera ekki nógu mikill refur. Refirnir í samfélaginu þeir þurfa nefnilega ekki að hafa áhyggjur af ábyrgð, verandi í skjóli fyrningar og óskiljanlegra annarra hagsmuna.
Fylgist eins og flestir með atkvæðagreiðslunni frá Alþingi í dag. Það truflaði þó ekki dagleg störf. Hitti meðal annars Dóru menningarfulltrúa Suðurlands en til stendur að setja Safnahelgi á Suðurlandi hér í Hveragerði þann 4. nóvember. Slíka samkomu þarf að skipuleggja þannig að sómi sé að og fórum við yfir dagskrána í grófum dráttum.
Vann í fjárhagstengdum málefnum en nú nálgast fjárhagsáætlunargerð óðfluga og því er nauðsynlegt að fara vel yfir ýmis atriði henni tengd. Það er bráðnauðsynlegt að draga saman seglin eins og hægt er og skrúfa niður rekstrarliði sé þess nokkur kostur. Við viljum þó gera allt sem hægt er til að halda góðri þjónustu við íbúana og ég vona að á því verði ekki misbrestur á næsta ári.
Fjöldi smærri mála rataði inná borð í dag og gott að nýta daginn til að ganga frá lausum endum. Fór til dæmis yfir mál tengd Sunnlenskri orku, annað tengt félagsþjónustunni og leikskólamál svo fátt eitt sé nefnt. Drjúgur tími fór einnig í að undirbúa landsþing Sambands sveitarfélaga sem hefst á Akureyri á morgun. Það stefnir í gott þing sýnist mér þar sem til umræðu verða fjármálareglur sveitarfélaganna og drög að nýjum sveitarstjórnarlögum svona meðal annars.
Þrír dagar á Akureyri framundan og blíðskaparveður fyrir norðan :-)
Fylgist eins og flestir með atkvæðagreiðslunni frá Alþingi í dag. Það truflaði þó ekki dagleg störf. Hitti meðal annars Dóru menningarfulltrúa Suðurlands en til stendur að setja Safnahelgi á Suðurlandi hér í Hveragerði þann 4. nóvember. Slíka samkomu þarf að skipuleggja þannig að sómi sé að og fórum við yfir dagskrána í grófum dráttum.
Vann í fjárhagstengdum málefnum en nú nálgast fjárhagsáætlunargerð óðfluga og því er nauðsynlegt að fara vel yfir ýmis atriði henni tengd. Það er bráðnauðsynlegt að draga saman seglin eins og hægt er og skrúfa niður rekstrarliði sé þess nokkur kostur. Við viljum þó gera allt sem hægt er til að halda góðri þjónustu við íbúana og ég vona að á því verði ekki misbrestur á næsta ári.
Fjöldi smærri mála rataði inná borð í dag og gott að nýta daginn til að ganga frá lausum endum. Fór til dæmis yfir mál tengd Sunnlenskri orku, annað tengt félagsþjónustunni og leikskólamál svo fátt eitt sé nefnt. Drjúgur tími fór einnig í að undirbúa landsþing Sambands sveitarfélaga sem hefst á Akureyri á morgun. Það stefnir í gott þing sýnist mér þar sem til umræðu verða fjármálareglur sveitarfélaganna og drög að nýjum sveitarstjórnarlögum svona meðal annars.
Þrír dagar á Akureyri framundan og blíðskaparveður fyrir norðan :-)
Comments:
Skrifa ummæli