3. september 2010
Aska í rigningunni í dag eftir langt hlé. Engin ástæða þó til að kvarta yfir því aðrir en við fá víst örugglega meira en við af slíku. En 17 stiga hiti var lika óvæntur og gleðilegur bónus :-)
Byrjaði daginn á því að fara yfir tölur úr ársreikningi bæjarins eftir að hafa lesið um þau sveitarfélög sem nú fá bréf frá Eftirlitsnefnd. Hér í Hveragerði eru skuldir samstæðu A og B hluta 40% yfir tekjum en sé eingöngu horft til A-hluta eru þær 47%. Þetta er auðvitað hátt hlutfall en ekki hærra en svo að hægt sé að tryggja góðan rekstur með ákveðnu aðhaldi á öllum sviðum. Það ætlum við að gera.
Fundur um ýmis sameiginleg mál sveitarfélaganna niður í Þorlákshöfn undir hádegi og eftir hádegi hitti ég leikskólafulltrúa Skólaskrifstofu Suðurlands til að fara yfir ýmis mál vegna leikskólanna. Vantaði ýmsar upplýsingar sem getur verið gagnlegt að hafa við hendina. Gat ekki yfirgefið svæðið án þess að spjalla um skólamál við Kristínu Hreinsdóttur framkvæmdastjóra Skólaskrifstofunnar. Við höfum þekkst lengi en ég var til fjölda ára í stjórn Skólaskrifstofunnar og formaður hennar um tíma. Þetta er virkilega góð stofnun sem sinnir mikilvægum verkefnum. Við ræddum ýmsa fleti á skólastarfi og sérstaklega hvernig í sífellu koma fram reglugerðir og lög sem valda kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum án þess að fé komi frá ríki til að standa straum af þeim kostnaði. Hætt er við að ný reglugerð um sérfræðiþjónustu við börn í leik- og grunnskóla valdi meiri kostnaði en hægt er að sjá fyrir nú. Aftur á móti eru ákvæði reglugerðarinnar um aukna og betri eftirfylgni mála án vafa til bóta fyrir börnin.
Byrjaði daginn á því að fara yfir tölur úr ársreikningi bæjarins eftir að hafa lesið um þau sveitarfélög sem nú fá bréf frá Eftirlitsnefnd. Hér í Hveragerði eru skuldir samstæðu A og B hluta 40% yfir tekjum en sé eingöngu horft til A-hluta eru þær 47%. Þetta er auðvitað hátt hlutfall en ekki hærra en svo að hægt sé að tryggja góðan rekstur með ákveðnu aðhaldi á öllum sviðum. Það ætlum við að gera.
Fundur um ýmis sameiginleg mál sveitarfélaganna niður í Þorlákshöfn undir hádegi og eftir hádegi hitti ég leikskólafulltrúa Skólaskrifstofu Suðurlands til að fara yfir ýmis mál vegna leikskólanna. Vantaði ýmsar upplýsingar sem getur verið gagnlegt að hafa við hendina. Gat ekki yfirgefið svæðið án þess að spjalla um skólamál við Kristínu Hreinsdóttur framkvæmdastjóra Skólaskrifstofunnar. Við höfum þekkst lengi en ég var til fjölda ára í stjórn Skólaskrifstofunnar og formaður hennar um tíma. Þetta er virkilega góð stofnun sem sinnir mikilvægum verkefnum. Við ræddum ýmsa fleti á skólastarfi og sérstaklega hvernig í sífellu koma fram reglugerðir og lög sem valda kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum án þess að fé komi frá ríki til að standa straum af þeim kostnaði. Hætt er við að ný reglugerð um sérfræðiþjónustu við börn í leik- og grunnskóla valdi meiri kostnaði en hægt er að sjá fyrir nú. Aftur á móti eru ákvæði reglugerðarinnar um aukna og betri eftirfylgni mála án vafa til bóta fyrir börnin.
Comments:
Skrifa ummæli