17. september 2010
Afskaplega gott að eiga heilan dag við skrifborðið án funda. Það gerist ekki oft. En í dag gafst góður tími til að fara yfir ýmis mál og koma þeim í ákveðinn farveg. Ræddi m.a.við Ólaf Örn, bæjarstjóra í Ölfusinu um leikskólamál í dreifbýli Ölfuss. Hef þá trú að hægt sé að leysa þau mál farsællega. Mun fara betur yfir það um helgina. Heyrði í Róberti Ragnarssyni, bæjarstjóri í Grindavík, og ræddum við vítt og breitt um stöðu mála og það sem efst er á baugi í sveitarfélögunum. Það er gott að bera saman bækur og oftar en ekki fréttir maður eitthvað sem hægt er að nýta til að gera samfélagið enn betra. Pantaði fund undir lok næstu viku með Helga Þór, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það þarf að ákveða ferli viðræðna og með hvaða hætti við nálgust að finna út hvers virði Hitaveita Hveragerðis er. Ræddi við nokkra aðra aðila um það mál en þetta er ekki eins einfalt og það kannski virðist svona við fyrstu sýn.
Síðdegis fóru bæjarfulltrúar í golf með stjórnarmönnum í Golfklúbbi Hveragerðis. Hafði í byrjun litlar væntingar til þessarar uppákomu enda hef ég aldrei spilað golf. En þetta kom mér skemmtilega á óvart. Við Jóhanna Ýr vorum í holli með Palla Sveins og Alla og voru þeir frábærir kennarar. Svo góðir og jákvæðir að okkur leið eins og hreinum undrabörnum þegar við komum í klúbbhúsið eftir afskaplega skemmtilegan leik. Hittum kúluna oftast nær undir lokin og stundum fór hún meira að segja í rétta átt. Nú er spurning hvort maður læðist í rökkrinu þegar enginn sér til á æfingasvæðið :-)
Veitingar að hætti Betu toppuðu síðan kvöldið. Takk kærlega fyrir skemmtilega samveru og frábærar móttökur.
Það er enginn vafi að Dalurinn hér fyrir ofan bæinn á eftir að verða ein allsherjar útivistarparadís þegar fram líða stundir. Í dag var fjöldi fólks í golfi, margir á fótboltavellinum, fólk á labbi inní Reykjadal, hestamenn á ferli sem og gangandi vegfarendur. Þetta er leyndarmálið okkar hér í Hveragerði sem verður bara betra og betra :-)
Síðdegis fóru bæjarfulltrúar í golf með stjórnarmönnum í Golfklúbbi Hveragerðis. Hafði í byrjun litlar væntingar til þessarar uppákomu enda hef ég aldrei spilað golf. En þetta kom mér skemmtilega á óvart. Við Jóhanna Ýr vorum í holli með Palla Sveins og Alla og voru þeir frábærir kennarar. Svo góðir og jákvæðir að okkur leið eins og hreinum undrabörnum þegar við komum í klúbbhúsið eftir afskaplega skemmtilegan leik. Hittum kúluna oftast nær undir lokin og stundum fór hún meira að segja í rétta átt. Nú er spurning hvort maður læðist í rökkrinu þegar enginn sér til á æfingasvæðið :-)
Veitingar að hætti Betu toppuðu síðan kvöldið. Takk kærlega fyrir skemmtilega samveru og frábærar móttökur.
Það er enginn vafi að Dalurinn hér fyrir ofan bæinn á eftir að verða ein allsherjar útivistarparadís þegar fram líða stundir. Í dag var fjöldi fólks í golfi, margir á fótboltavellinum, fólk á labbi inní Reykjadal, hestamenn á ferli sem og gangandi vegfarendur. Þetta er leyndarmálið okkar hér í Hveragerði sem verður bara betra og betra :-)
Comments:
Skrifa ummæli