23. ágúst 2010
Stutt blogg í kvöld...
Það gengur ekki að það taki hálfan daginn að lesa blogg helgarinnar :-)
En Grunnskólinn hófst í dag og fer vel af stað. Í tilkynningu frá skólanum kom fram að í vetur verður gangbrautarvarsla frá kl. 7:45-8:05 á Breiðumörkinni á móts við Blómaborg. Einnig verður framreiddur hafragrautur nemendum að kostnaðarlausu frá kl. 7:50-8:05. Hitti Guðjón skólastjóra og Ernu staðgengil hans í dag og fórum við enn og aftur yfir mál er varða nemendur með sérþarfir. Það er mikil aukning víðast hvar á landinu í þeim málaflokki. Fundur með Lionsmönnum í dag vegna skiltamála en félagið hefur mikinn áhuga á að koma upp götukorti og upplýsingaskilti ásamt heimasíðu fyrir þjónustuaðila og fyrirtæki í Hveragerði. Vonandi getum við ýtt þessu verkefni áfram á næstunni. Meirihlutafundur í kvöld þar sem við fórum yfir ýmis mál meðal annars SASS fund sem fyrirhugað er að halda í september.
Í dag fékk ég heimsókn af ljósmyndara, Önnu Maríu Sigurjónsdóttur, sem er að vinna að ljósmyndasýningu um konur en hugmyndin er að vekja með þessu verkefni athygli á launamun kynjanna sem því miður er enn við lýði. Það sýnir best umræða undanfarinna vikna. Sýningin verður opnuð á kvennafrídaginn í Hugmyndahúsi háskólanna. Ég er þar fulltrúi kvenkyns bæjarstjóra. Það verður gaman að sjá afrakstur dagsins en við keyrðum um bæinn og leituðum að ákjósanlegum bakgrunni áður en bananahúsið og hver urðu fyrir valinu. Reyndar í Ölfusinu en það er bita munur en ekki fjár :-D
Vona samt að hún velji einhverja aðra mynd en þessa hér:
Það gengur ekki að það taki hálfan daginn að lesa blogg helgarinnar :-)
En Grunnskólinn hófst í dag og fer vel af stað. Í tilkynningu frá skólanum kom fram að í vetur verður gangbrautarvarsla frá kl. 7:45-8:05 á Breiðumörkinni á móts við Blómaborg. Einnig verður framreiddur hafragrautur nemendum að kostnaðarlausu frá kl. 7:50-8:05. Hitti Guðjón skólastjóra og Ernu staðgengil hans í dag og fórum við enn og aftur yfir mál er varða nemendur með sérþarfir. Það er mikil aukning víðast hvar á landinu í þeim málaflokki. Fundur með Lionsmönnum í dag vegna skiltamála en félagið hefur mikinn áhuga á að koma upp götukorti og upplýsingaskilti ásamt heimasíðu fyrir þjónustuaðila og fyrirtæki í Hveragerði. Vonandi getum við ýtt þessu verkefni áfram á næstunni. Meirihlutafundur í kvöld þar sem við fórum yfir ýmis mál meðal annars SASS fund sem fyrirhugað er að halda í september.
Í dag fékk ég heimsókn af ljósmyndara, Önnu Maríu Sigurjónsdóttur, sem er að vinna að ljósmyndasýningu um konur en hugmyndin er að vekja með þessu verkefni athygli á launamun kynjanna sem því miður er enn við lýði. Það sýnir best umræða undanfarinna vikna. Sýningin verður opnuð á kvennafrídaginn í Hugmyndahúsi háskólanna. Ég er þar fulltrúi kvenkyns bæjarstjóra. Það verður gaman að sjá afrakstur dagsins en við keyrðum um bæinn og leituðum að ákjósanlegum bakgrunni áður en bananahúsið og hver urðu fyrir valinu. Reyndar í Ölfusinu en það er bita munur en ekki fjár :-D
Vona samt að hún velji einhverja aðra mynd en þessa hér:
Comments:
Skrifa ummæli