18. ágúst 2010
Hitti Snorra Baldursson, slökkviliðsstjóra, og fór yfir málefni slökkviliðs eldsnemma í dag. Að því loknu var fundur með deildarstjórum Grunnskólans og skólastjóra þar sem farið var yfir upphaf skólastarfs. Nemendum grunnskólans hefur fjölgað um 10 frá því í fyrra en innritun stendur enn yfir þannig að enn gæti fjölgað. Mikið fjölgar í sömu árgönguum þannig að nú er svo komið að í stærsta árganginum (9. bekk) eru 52 nemendur sem er ansi mikið í tvískiptum bekk. Fórum yfir leiðir til lausna á stofu vanda þar sem ljóst er að tvískipta þarf öllum bekkjum grunnskólans. Vona að farsæl lending hafi náðst í það mál. Heimsótti síðan stelpurnar í frístundaskólanum en þær eru að laga til og snurfusa í nýju húsnæði. Reyndar ekki nýju heldur "gömlu" húsnæði en nýju fyrir frístundaskólann. Nú verður hann ekki lengur í Mjólkurbúinu heldur í gömlu myndmenntastofunni en í staðinn hefur frístundaskólinn það húsnæði alveg fyrir sig.
Kíkti líka við í íþróttahúsinu þar sem verið er að undirbúa upphaf skólastarfs. Það er alltaf skemmtilegt að finna eftirvæntinguna sem liggur í loftinu á þessum árstíma. Sumarið á enda og ný árstíð að taka við. Haustið og starf vetrarins og allt fellur einhvern veginn í fastar skorður.
Myndin sem ég birti í gær hefur vakið athygli. Ég fékk strax nokkrar athugasemdir vegna ársins sem ég taldi myndina tekna á. Þessi skilaboð fékk ég frá Nirði Sigurðssyni, sagnfræðingi. Sendi þér þetta til fróðleiks. Samkvæmt mínum heimildum er myndin sem þú birtir á vef þínum tekin sumarið 1946, sama ár og Hveragerði varð sérstakur hreppur. Fremsta húsið á myndinni er Dynskógar 18 og er greinilega í byggingu en skv. fasteignamati er það byggt 1948. Það er líka gaman að sjá bílförin í sandinum undir Hamrinum, á Sandskeiði, en það merkilega náttúrufyrirbrigði er nú nánast horfið vegna uppfyllingar. Þegar maður var krakki fann maður þar skeljabrot í sandinum innan um sjósorfið grjót. Inga Lóa minnti mig líka á það að þessa sömu mynd hefði hún notað á forsíðu BA ritgerðar sinnar sem bar hið hógværa nafn "Hveragerði er heimsins besti staður". Hún var sömu skoðunar og Njörður að myndin væri tekin 1946. Þetta leiðréttist hér með.
Blómstrandi dagar verða formlega settir á morgun þegar ljósmyndasýning Bliks ljósmyndaklúbbs opnar kl. 17 á Hótel Örk. Svo er það hörku dagskrá alla helgina.
Ekki missa heldur af Kastljósinu þar sem Jónas "sólstrandargæji" mun flytja nýja lagið sitt sem trónir nú á toppi vinsældalista Rásar 2. Hann heldur tónleika hér í kirkjunni á föstudagskvöldið kl. 20. Ekki missa af þessu !
Kíkti líka við í íþróttahúsinu þar sem verið er að undirbúa upphaf skólastarfs. Það er alltaf skemmtilegt að finna eftirvæntinguna sem liggur í loftinu á þessum árstíma. Sumarið á enda og ný árstíð að taka við. Haustið og starf vetrarins og allt fellur einhvern veginn í fastar skorður.
Myndin sem ég birti í gær hefur vakið athygli. Ég fékk strax nokkrar athugasemdir vegna ársins sem ég taldi myndina tekna á. Þessi skilaboð fékk ég frá Nirði Sigurðssyni, sagnfræðingi. Sendi þér þetta til fróðleiks. Samkvæmt mínum heimildum er myndin sem þú birtir á vef þínum tekin sumarið 1946, sama ár og Hveragerði varð sérstakur hreppur. Fremsta húsið á myndinni er Dynskógar 18 og er greinilega í byggingu en skv. fasteignamati er það byggt 1948. Það er líka gaman að sjá bílförin í sandinum undir Hamrinum, á Sandskeiði, en það merkilega náttúrufyrirbrigði er nú nánast horfið vegna uppfyllingar. Þegar maður var krakki fann maður þar skeljabrot í sandinum innan um sjósorfið grjót. Inga Lóa minnti mig líka á það að þessa sömu mynd hefði hún notað á forsíðu BA ritgerðar sinnar sem bar hið hógværa nafn "Hveragerði er heimsins besti staður". Hún var sömu skoðunar og Njörður að myndin væri tekin 1946. Þetta leiðréttist hér með.
Blómstrandi dagar verða formlega settir á morgun þegar ljósmyndasýning Bliks ljósmyndaklúbbs opnar kl. 17 á Hótel Örk. Svo er það hörku dagskrá alla helgina.
Ekki missa heldur af Kastljósinu þar sem Jónas "sólstrandargæji" mun flytja nýja lagið sitt sem trónir nú á toppi vinsældalista Rásar 2. Hann heldur tónleika hér í kirkjunni á föstudagskvöldið kl. 20. Ekki missa af þessu !
Comments:
Skrifa ummæli