21. ágúst 2010
Dagurinn í dag laugardagur er afskaplega vel heppnaður það sem af er. Mikill mannfjöldi í bænum og allt gekk afskaplega vel. Kjörís fólkið segir þetta fjölmennasta ísdaginn til þessa enda troðfylltist planið og þau eru strax farin að skipuleggja hvernig taka eigi við enn meiri mannfjölda næsta ár. Sýning eldri borgara og handverksmarkaðurinn í grunnskólanum verða opin á morgun en í dag kom fjöldi fólks á þessa tvo staði. Hjálparsveitin sló algjörlega í gegn með mergjaðri afmælissýningu. Að sjá bílalestina þegar mikill fjöldi farartækja í eigu hjálparsveita í Árnessýslu, brunabílar, slökkvibílar, sjúkrabílar og meira að segja björgunarbátar keyrðu niður Breiðumörkina og Austurmörkina og tóku svo á móti þyrlu landhelgisgæslunnar með frábærum hætti var stórkostlegt. Þvílíkt skipulag frábæra fólk :-)
Tvennir flottir tónleikar í Eden og Mikki refur að afgreiða á grænsmetismarkaðnum. Núna er matarhlé hjá mannskapnum áður en bæjarbúar og gestir flykkjast í Lystigarðinn til að upplifa brekkusöng og flugeldasýningu. Þetta er SVO skemmtilegt :-)
... og hér er meira að segja búið að fjárfesta í miða á ballið á eftir rétt eins og um 500 aðrir Hvergerðingar. Má ég kannski minna á að hér búa einungis 2300 manns þannig að rétt tæplega 1/4 bæjarbúa er að mæta á ballið á Örkinni !
Á morgun gefst gott tækifæri til að rölta á milli sýninga og veitingastaða. Fjölskylduskemmtun í Lystigarðinum kl. 14 og frábærir tónleikar með Magnúsi Þór, Páli Rósinkrans og Jóni Ólafs í Listasafninu kl. 17.
Hér er gleðin alls ráðandi !
Um 70 myndir eru komnar inná Facebook síðuna mína ef áhugasamir vilja skoða.
Tvennir flottir tónleikar í Eden og Mikki refur að afgreiða á grænsmetismarkaðnum. Núna er matarhlé hjá mannskapnum áður en bæjarbúar og gestir flykkjast í Lystigarðinn til að upplifa brekkusöng og flugeldasýningu. Þetta er SVO skemmtilegt :-)
... og hér er meira að segja búið að fjárfesta í miða á ballið á eftir rétt eins og um 500 aðrir Hvergerðingar. Má ég kannski minna á að hér búa einungis 2300 manns þannig að rétt tæplega 1/4 bæjarbúa er að mæta á ballið á Örkinni !
Á morgun gefst gott tækifæri til að rölta á milli sýninga og veitingastaða. Fjölskylduskemmtun í Lystigarðinum kl. 14 og frábærir tónleikar með Magnúsi Þór, Páli Rósinkrans og Jóni Ólafs í Listasafninu kl. 17.
Hér er gleðin alls ráðandi !
Um 70 myndir eru komnar inná Facebook síðuna mína ef áhugasamir vilja skoða.
Comments:
Skrifa ummæli