12. ágúst 2010
Dagskráin fyrir Blómstrandi daga fór í prentun í dag, 16 blaðsíður, efnismikil og flott. Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi, hefur undirbúið glæsilega bæjarhátíð, dagskráin er metnaðarfull og eiginlega alltof margt um að vera. Það verða allavega heilmikil hlaup á milli staða til að ná að sjá og skoða allt sem er í boði. En það er nú bara gaman að því. Dagskráin fer í hús í byrjun næstu viku. Í gær var fréttabréf Hveragerðisbæjar borið út. Lítið og snaggaralegt, fjórar síður, vona að íbúm finnist fróðlegt að að lesa það sem þar kemur fram. Þyrftum reyndar að koma þessu út oftar en inná milli dreifum við A4 blaði með fréttapunktum frá bæjarfélaginu. Það er í sífellu unnið að bættri upplýsingagjöf en þungamiðjan í þeirri vinnu er auðvitað heimasíðan. Hún á auðvitað að vera upphafssíða allra Hvergerðinga, já og aldis.is auðvitað :-)
Vann í gærkvöldi og í morgun að enskum þýðingum fyrir söguskiltin tvö sem afhjúpuð verða á Blómstrandi dögum. Í ár verða afhjúpuð skilti við grunn Ullarverksmiðjunnar við Varmá og á hverasvæðinu. Það er Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, sem hefur unnið textann á skiltin. Það er mikilvægt að hafa enskan texta á skiltunum líka til að erlendir ferðamenn geti notið þeirra. Sá texti er þó mun styttri enda plássið takmarkað. Þetta gleymdist á skiltinu við Skáldagötuna sem er mjög bagalegt.
Ræddi við óvanalega marga í síma í dag vegna hinna ýmsu mála og einnig komu íbúar á skrifstofuna til að spjalla.
Fékk afar skemmtilegt símtal frá Víði listamanni sem búsettur er hér í Hveragerði. Hann hefur fengið námsvist hjá Odd Nerdrum sem er heimsfrægur listamaður búsettur í Noregi. Það er mikill heiður að vera boðið til dvalar hjá Odd og mikil viðurkenning á hæfileikum og hæfni Víðis. Til hamingju með þetta Víðir og fjölskylda.
Odd Nerdrum ætti ekki að þurfa að kynna fyrir lesendum aldis.is en hann bjó um tíma á Íslandi, keypti hið sögufræga hús Borgarbókasafnið ef ég man rétt. Held örugglega að stór málverk hans af honum sjálfum á adamsklæðunum hafa verið hvað frægust!
En hann er risi í listargeiranum og hér má sjá heimasíðuna hans.
Í kvöld var frétt í ríkissjónvarpinu um fyrirhugaðar framkvæmdir við Suðurlandsveg. Nú sýnist mér að fátt geti komið í veg fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist og er það löngu tímabært. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði með hinu fjölbreyttasta sniði, á sumum stöðum 2+2, á öðrum 2+1 og sums staðar 2+2 með vegriði. Þessa áætlun samþykktu forsvarsmenn sveitarfélaganna hér fyrir austan með lófataki á fundi í samgönguráðuneytinu fyrir margt löngu. Þó var þar lögð rík áhersla á að framkvæmdirnar nú mættu ekki með nokkru móti koma í veg fyrir að síðar yrði lagður 2+2 vegur með sama hætti og gert var á Reykjanesbrautinni. Því fannst mér það skjóta skökku við að heyra þingmann Reykvíkinga gagnrýna hugmyndir um 2+2 veg á þessari leið. Raunin þegar kemur að framkvæmdum er önnur og það hefur hlotið hljómgrunn hér fyrir austan. Við erum ekki ónæm fyrir ástandinu í þjóðfélaginu þrátt fyrir að annað hefði mátt skilja á þingmanninum....
Í gær fékk ég góða heimsókn þegar að nýr sveitarstjóri í Ölfusinu, Ólafur Örn Ólafsson, kom í heimsókn. Við fórum og skoðuðum grunnskólann en skólinn er rekinn af báðum sveitarfélögunum í hlutfalli við nemendafjölda úr hvoru þeirra fyrir sig. Við keyrðum síðan um bæinn og það var ekki leiðinlegt að sýna Hveragerði í blíðunni í gær. Enduðum síðan í kaffi í Eden þar sem hver rútan á fætur annarri renndi í hlaðið. Þar er reksturinn að komast á góðan rekspöl og heilmikil traffík í húsinu.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Elliði Vignisson, kom einnig í heimsókn í lok síðustu viku. Þar er allt að gerast og ótrúlegur fjöldi ferðamanna heimsækir nú eyjarnar. Þeir eru ánægðir með það, eðlilega! Við Lárus erum að hugsa um að bregða okkur yfir sundið fljótlega. Maður er ekki maður með mönnum ef maður hefur ekki siglt frá Landeyjahöfn.
Ferlega langur og góður göngutúr með gönguhópnum síðdegis í dag. Notalegt í úðanum og gott að koma inn blaut og hrakin !
Vann í gærkvöldi og í morgun að enskum þýðingum fyrir söguskiltin tvö sem afhjúpuð verða á Blómstrandi dögum. Í ár verða afhjúpuð skilti við grunn Ullarverksmiðjunnar við Varmá og á hverasvæðinu. Það er Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, sem hefur unnið textann á skiltin. Það er mikilvægt að hafa enskan texta á skiltunum líka til að erlendir ferðamenn geti notið þeirra. Sá texti er þó mun styttri enda plássið takmarkað. Þetta gleymdist á skiltinu við Skáldagötuna sem er mjög bagalegt.
Ræddi við óvanalega marga í síma í dag vegna hinna ýmsu mála og einnig komu íbúar á skrifstofuna til að spjalla.
Fékk afar skemmtilegt símtal frá Víði listamanni sem búsettur er hér í Hveragerði. Hann hefur fengið námsvist hjá Odd Nerdrum sem er heimsfrægur listamaður búsettur í Noregi. Það er mikill heiður að vera boðið til dvalar hjá Odd og mikil viðurkenning á hæfileikum og hæfni Víðis. Til hamingju með þetta Víðir og fjölskylda.
Odd Nerdrum ætti ekki að þurfa að kynna fyrir lesendum aldis.is en hann bjó um tíma á Íslandi, keypti hið sögufræga hús Borgarbókasafnið ef ég man rétt. Held örugglega að stór málverk hans af honum sjálfum á adamsklæðunum hafa verið hvað frægust!
En hann er risi í listargeiranum og hér má sjá heimasíðuna hans.
Í kvöld var frétt í ríkissjónvarpinu um fyrirhugaðar framkvæmdir við Suðurlandsveg. Nú sýnist mér að fátt geti komið í veg fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist og er það löngu tímabært. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði með hinu fjölbreyttasta sniði, á sumum stöðum 2+2, á öðrum 2+1 og sums staðar 2+2 með vegriði. Þessa áætlun samþykktu forsvarsmenn sveitarfélaganna hér fyrir austan með lófataki á fundi í samgönguráðuneytinu fyrir margt löngu. Þó var þar lögð rík áhersla á að framkvæmdirnar nú mættu ekki með nokkru móti koma í veg fyrir að síðar yrði lagður 2+2 vegur með sama hætti og gert var á Reykjanesbrautinni. Því fannst mér það skjóta skökku við að heyra þingmann Reykvíkinga gagnrýna hugmyndir um 2+2 veg á þessari leið. Raunin þegar kemur að framkvæmdum er önnur og það hefur hlotið hljómgrunn hér fyrir austan. Við erum ekki ónæm fyrir ástandinu í þjóðfélaginu þrátt fyrir að annað hefði mátt skilja á þingmanninum....
Í gær fékk ég góða heimsókn þegar að nýr sveitarstjóri í Ölfusinu, Ólafur Örn Ólafsson, kom í heimsókn. Við fórum og skoðuðum grunnskólann en skólinn er rekinn af báðum sveitarfélögunum í hlutfalli við nemendafjölda úr hvoru þeirra fyrir sig. Við keyrðum síðan um bæinn og það var ekki leiðinlegt að sýna Hveragerði í blíðunni í gær. Enduðum síðan í kaffi í Eden þar sem hver rútan á fætur annarri renndi í hlaðið. Þar er reksturinn að komast á góðan rekspöl og heilmikil traffík í húsinu.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Elliði Vignisson, kom einnig í heimsókn í lok síðustu viku. Þar er allt að gerast og ótrúlegur fjöldi ferðamanna heimsækir nú eyjarnar. Þeir eru ánægðir með það, eðlilega! Við Lárus erum að hugsa um að bregða okkur yfir sundið fljótlega. Maður er ekki maður með mönnum ef maður hefur ekki siglt frá Landeyjahöfn.
Ferlega langur og góður göngutúr með gönguhópnum síðdegis í dag. Notalegt í úðanum og gott að koma inn blaut og hrakin !
Comments:
Skrifa ummæli