22. ágúst 2010
Blómstrandi dögum 2010 er lokið.
Brekkusöngur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar var stórkostlegur. Í Lystigarðinum var logn enda í miklu og góðu skjóli. Ég er enginn sérfræðingur í talningu mannfjölda en allavega var svæðið alveg pakkað af fólki, brekkan troðfull og staðið þétt á flötinni og á göngustígunum. Flugeldasýningin var óvenju löng og ég var hreinlega alveg hætt að skilja í magninu af flugeldum sem var skotið á loft. Drunurnar voru ógurlegar enda hafði ég á tilfinningunni að nú hafi verið skotið upp öllum risa bombunum í búðinni! Frétti að kúpull af ljósi hefði hrunið niður í nærliggjandi húsi vegna þess að jörðin nötraði út af bombunum :-) Mér fannst það mjög trúlegt!
Hundruðir skemmtu sér síðan á ballinu á Örkinni þar sem Ingó og Veðurguðirnir sáu um stuðið. Guðrún Birna Gísladóttir var kjörin Blómadrottning 2010 og bætist hún nú í þann góða flokk sem hlotið hefur þann titil. Einhver sniðugur ætti nú endilega að finna allar fyrrverandi blómadrottningar til að hægt sé að halda þessum útnefningum til haga. Það væri gaman af því...
Í dag sunnudag var ýmislegt á dagskrá og margt um að vera. Fjölskylduskemmtun sem vera átti í Lystigarðinum var flutt inn í hlýjuna í Eden og var það afar vel til fundið. Viðstöddum hefði orðið ansi kalt í nepjunni og atriðin engan veginn notið sín sem skyldi. Það var líka alveg yndislegt inní Eden í dag. Skemmtunin tókst afar vel, Ingó nýtur fádæma hylli allra kynslóða og brást ekki bogalistin í dag frekar en fyrri daginn. Skemmtilegur töframaður kom á svæðið, Tríóið Tímamót sem er skipað þeim Berglindi, Sædísi og Dagnýju Lísu spilaði nokkur lög. Skuggabandið sló í gegn með Shadows lög en í því eru tvennir feðgar, Hörður og Palli Sveins ásamt sonum. Leikarar úr Emil í Kattholti fóru á kostum og rapparinn Alex var ótrúlega góður. Síðan voru veittar viðurkenningar fyrir litaleikinn, dregið í sumarlestrinum og ratleikum sem staðið hefur yfir núna um helgina. Maður fyllist svo miklu stolti við það að sjá hversu margt hæfileikafólk býr hér í Hveragerði. Þetta er alveg með ólíkindum og unga fólkið okkar er hreinast snilld. Hugmyndaríkt, hæfileikaríkt og duglegt svo eftir er tekið. Við það að vera inní Eden varð allt svo miklu afslappaðra og þægilegra svo þetta var virkilega góð breyting úr því að veðrið var svona kuldalegt.
Tónleikar Magnúsar Þórs Sigmundssonar mörkuðu endi Blómstrandi daga í ár. Þeir voru einnig fluttir í Eden enda afar viðeigandi þar sem flutt voru m.a. lög við texta Braga sjálfs. Með Magnúsi Þór voru þau Jón Ólafs, Páll Rósinkrans og Þórunn Antónía. Í stuttu máli voru tónleikarnir alveg frábærir. Einlægir og góðir. Lögin falleg og umgjörðin öll afar viðeigandi. Það var sérstök tilfinning þegar sólargeislarnir brutust í gegnum glerþakið undir síðustu línu texta Braga í Eden, Fiðlunnar fíngerði strengur, sem endar á umfjöllun um sólina. Viðstöddum fannst flestum þetta afar táknrænt.
Jóhanna M. Hjartardóttir á heiður skilinn fyrir frábært skipulag og góða dagskrá. Nenni og srákarnir í áhaldahúsinu líka fyrir ómælda vinnu og dugnað og einnig Halli og krakkarnir í Vinnuskólanum. Besta hrósið sem hægt er að fá kom frá eldri konu sem hvíslaði að mér á leiðinni út úr Eden í dag: "veistu það Aldís, ég held svei mér að þetta séu bestu Blómstrandi dagarnir til þessa".
...og tugir nýrra mynda frá Blómstrandi dögum eru á facebook síðunni!
Brekkusöngur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar var stórkostlegur. Í Lystigarðinum var logn enda í miklu og góðu skjóli. Ég er enginn sérfræðingur í talningu mannfjölda en allavega var svæðið alveg pakkað af fólki, brekkan troðfull og staðið þétt á flötinni og á göngustígunum. Flugeldasýningin var óvenju löng og ég var hreinlega alveg hætt að skilja í magninu af flugeldum sem var skotið á loft. Drunurnar voru ógurlegar enda hafði ég á tilfinningunni að nú hafi verið skotið upp öllum risa bombunum í búðinni! Frétti að kúpull af ljósi hefði hrunið niður í nærliggjandi húsi vegna þess að jörðin nötraði út af bombunum :-) Mér fannst það mjög trúlegt!
Hundruðir skemmtu sér síðan á ballinu á Örkinni þar sem Ingó og Veðurguðirnir sáu um stuðið. Guðrún Birna Gísladóttir var kjörin Blómadrottning 2010 og bætist hún nú í þann góða flokk sem hlotið hefur þann titil. Einhver sniðugur ætti nú endilega að finna allar fyrrverandi blómadrottningar til að hægt sé að halda þessum útnefningum til haga. Það væri gaman af því...
Í dag sunnudag var ýmislegt á dagskrá og margt um að vera. Fjölskylduskemmtun sem vera átti í Lystigarðinum var flutt inn í hlýjuna í Eden og var það afar vel til fundið. Viðstöddum hefði orðið ansi kalt í nepjunni og atriðin engan veginn notið sín sem skyldi. Það var líka alveg yndislegt inní Eden í dag. Skemmtunin tókst afar vel, Ingó nýtur fádæma hylli allra kynslóða og brást ekki bogalistin í dag frekar en fyrri daginn. Skemmtilegur töframaður kom á svæðið, Tríóið Tímamót sem er skipað þeim Berglindi, Sædísi og Dagnýju Lísu spilaði nokkur lög. Skuggabandið sló í gegn með Shadows lög en í því eru tvennir feðgar, Hörður og Palli Sveins ásamt sonum. Leikarar úr Emil í Kattholti fóru á kostum og rapparinn Alex var ótrúlega góður. Síðan voru veittar viðurkenningar fyrir litaleikinn, dregið í sumarlestrinum og ratleikum sem staðið hefur yfir núna um helgina. Maður fyllist svo miklu stolti við það að sjá hversu margt hæfileikafólk býr hér í Hveragerði. Þetta er alveg með ólíkindum og unga fólkið okkar er hreinast snilld. Hugmyndaríkt, hæfileikaríkt og duglegt svo eftir er tekið. Við það að vera inní Eden varð allt svo miklu afslappaðra og þægilegra svo þetta var virkilega góð breyting úr því að veðrið var svona kuldalegt.
Tónleikar Magnúsar Þórs Sigmundssonar mörkuðu endi Blómstrandi daga í ár. Þeir voru einnig fluttir í Eden enda afar viðeigandi þar sem flutt voru m.a. lög við texta Braga sjálfs. Með Magnúsi Þór voru þau Jón Ólafs, Páll Rósinkrans og Þórunn Antónía. Í stuttu máli voru tónleikarnir alveg frábærir. Einlægir og góðir. Lögin falleg og umgjörðin öll afar viðeigandi. Það var sérstök tilfinning þegar sólargeislarnir brutust í gegnum glerþakið undir síðustu línu texta Braga í Eden, Fiðlunnar fíngerði strengur, sem endar á umfjöllun um sólina. Viðstöddum fannst flestum þetta afar táknrænt.
Jóhanna M. Hjartardóttir á heiður skilinn fyrir frábært skipulag og góða dagskrá. Nenni og srákarnir í áhaldahúsinu líka fyrir ómælda vinnu og dugnað og einnig Halli og krakkarnir í Vinnuskólanum. Besta hrósið sem hægt er að fá kom frá eldri konu sem hvíslaði að mér á leiðinni út úr Eden í dag: "veistu það Aldís, ég held svei mér að þetta séu bestu Blómstrandi dagarnir til þessa".
...og tugir nýrra mynda frá Blómstrandi dögum eru á facebook síðunni!
Comments:
Skrifa ummæli