6. ágúst 2010
Fékk heimsókn frá ISOR í dag en jarðfræðingar þaðan vildu skoða sprungurnar fyrir neðan Heiðarbrún sem mynduðust í skjálftanum 2008. Hélt að ég gæti nú rambað beint á þær en það var nú öðru nær. Endaði á að hóa í Guðmund Baldursson og áttum við í mesta basli með að finna ummerkin. Það er náttúrulega búið að byggja þarna hús og leggja götur sem ruglar mann alveg í ríminu :-)
Sprungurnar eru reyndar ekki sjáanlegar á yfirborði og þær voru heldur ekki mjög víðar á sínum tíma svona til að komið sé í veg fyrir allan misskilning um hættu þeirra vegna.
Annars römbuðu nokkrar fréttir á heimasíðu bæjarins og nokkrar fleiri skrifaðar í fréttabréf sem við ætlum gjarnan að koma út í næstu viku. Það þarf að koma fyrstu kynningu á dagskrá Blómstrandi daga til bæjarbúa eins fljótt og kostur er. Það er löngu tímabært að fara að hugsa fyrir skrauti í garðinn í þemalit hverfisins. Núna er búið að fjölga litunum sem við vonum að falli í kramið. Annars veit ég að margir eru búnir að plana skreytingarnar í marga mánuði og jafnvel eyða miklum tíma í föndur. Hér á Heiðmörkinni er húsmóðirin svo íhaldssöm að þemanu verður ekki breytt. Bláa baðströndin fer upp aftur, en það verður kannski bætt aðeins í :-)
Hér hefur rignt látlaust frá því um kl. 15. Hefði ekki átt að vera að kvarta yfir þurrki og vinnu við vökvun. Þetta dugar alveg í bili ...
...og Kristján Runólfsson, Skagfirðingur og stórskáld, er búinn að lesa nýjasta bloggið.
Fellur allt í fastar skorður,
fríið búið, vinnan kallar.
Skemmtun er að skreppa norður,
...og skima þar í búðir allar.
Sprungurnar eru reyndar ekki sjáanlegar á yfirborði og þær voru heldur ekki mjög víðar á sínum tíma svona til að komið sé í veg fyrir allan misskilning um hættu þeirra vegna.
Annars römbuðu nokkrar fréttir á heimasíðu bæjarins og nokkrar fleiri skrifaðar í fréttabréf sem við ætlum gjarnan að koma út í næstu viku. Það þarf að koma fyrstu kynningu á dagskrá Blómstrandi daga til bæjarbúa eins fljótt og kostur er. Það er löngu tímabært að fara að hugsa fyrir skrauti í garðinn í þemalit hverfisins. Núna er búið að fjölga litunum sem við vonum að falli í kramið. Annars veit ég að margir eru búnir að plana skreytingarnar í marga mánuði og jafnvel eyða miklum tíma í föndur. Hér á Heiðmörkinni er húsmóðirin svo íhaldssöm að þemanu verður ekki breytt. Bláa baðströndin fer upp aftur, en það verður kannski bætt aðeins í :-)
Hér hefur rignt látlaust frá því um kl. 15. Hefði ekki átt að vera að kvarta yfir þurrki og vinnu við vökvun. Þetta dugar alveg í bili ...
...og Kristján Runólfsson, Skagfirðingur og stórskáld, er búinn að lesa nýjasta bloggið.
Fellur allt í fastar skorður,
fríið búið, vinnan kallar.
Skemmtun er að skreppa norður,
...og skima þar í búðir allar.
Comments:
Skrifa ummæli