1. júní 2010
Heyrði í nokkrum bæjarstjórum í dag. Til dæmis Ásgerði á Seltjarnarnesi en þar hafa Sjálfstæðismenn lengi haft sterka stöðu og Skúla Þórðarsyni í Húnaþingi vestra. Undanfarin ár hafa myndast góð tengsl milli þessa hóps og gott er að geta borið hin ýmsu mál undir aðra sem vinna við sömu hluti.
Átti viðtal við tvo íbúa í dag um erfið mál. Það er enginn efi í mínum huga að nú verður ríkisvaldið að taka til hendinni og finna viðunandi lausnir á stöðu þeirra sem hvað erfiðast eiga þessa dagana. Til dæmis mætti byrja á því að efna loforð um þátttöku ríkis í húsaleigubótum en slíkt myndi gera sveitarfélögum kleift að hjálpa fleirum sem eiga erfitt með að greiða þá háu leigu sem krafist er á leigumarkaðnum. Heyrði í aðila sem er að leigja fjölda íbúða hér í Hveragerði og þar er miðað við að leiga sé um 1.000,- á m2. Það er ansi hátt verð að greiða þegar íbúðin er farin að halla í 100m2 og tekjurnar eru rýrar.
Fór í gönguferð um bæinn með Svövu í kvöld. Kíktum á nýja hverasvæðið en þar er nú búið að setja upp skemmtilegt upplýsingaskilti. Komum síðan við í lystigarðinum við Fossflöt og skoðuðum framkvæmdir en í vor var farið í framkvæmdir við fossflötina með það fyrir augum að reyna að þurrka hana upp enda kom vatnselgurinn í veg fyrir almenna notkun á svæðinu. Keyrt var sérstakt malarefni á flötina og hún hækkuð upp áður en tyrft var yfir aftur. Nú krossar maður fingur því ætlunin er að nýta þennan sað á sýningunni Blóm í bæ.
Það er athyglisvert að sex af tíu efstu fulltrúum á D-listanum eru á SUS aldr. Það eitt og sér er frábær árangur fyrir ungt fólk í Hveragerði sem nú hefur hug á að taka að sér enn fleiri og meira krefjandi verkefni.
Átti viðtal við tvo íbúa í dag um erfið mál. Það er enginn efi í mínum huga að nú verður ríkisvaldið að taka til hendinni og finna viðunandi lausnir á stöðu þeirra sem hvað erfiðast eiga þessa dagana. Til dæmis mætti byrja á því að efna loforð um þátttöku ríkis í húsaleigubótum en slíkt myndi gera sveitarfélögum kleift að hjálpa fleirum sem eiga erfitt með að greiða þá háu leigu sem krafist er á leigumarkaðnum. Heyrði í aðila sem er að leigja fjölda íbúða hér í Hveragerði og þar er miðað við að leiga sé um 1.000,- á m2. Það er ansi hátt verð að greiða þegar íbúðin er farin að halla í 100m2 og tekjurnar eru rýrar.
Fór í gönguferð um bæinn með Svövu í kvöld. Kíktum á nýja hverasvæðið en þar er nú búið að setja upp skemmtilegt upplýsingaskilti. Komum síðan við í lystigarðinum við Fossflöt og skoðuðum framkvæmdir en í vor var farið í framkvæmdir við fossflötina með það fyrir augum að reyna að þurrka hana upp enda kom vatnselgurinn í veg fyrir almenna notkun á svæðinu. Keyrt var sérstakt malarefni á flötina og hún hækkuð upp áður en tyrft var yfir aftur. Nú krossar maður fingur því ætlunin er að nýta þennan sað á sýningunni Blóm í bæ.
Það er athyglisvert að sex af tíu efstu fulltrúum á D-listanum eru á SUS aldr. Það eitt og sér er frábær árangur fyrir ungt fólk í Hveragerði sem nú hefur hug á að taka að sér enn fleiri og meira krefjandi verkefni.
Comments:
Skrifa ummæli