22. júní 2010
Dagurinn byrjaði með vinnu við auglýsingar og greinaskrif fyrir Blóm í bæ. Það eru held ég allar sjónvarps og útvarpsstöðvar auk allra blaða sem gefin eru út á landinu búnar að hafa samband vegna auglýsinga fyrir sýninguna. Ég held að enginn Íslendingur komist hjá því að vita af sýningunni enda er hún auglýst stöðugt í samlesnum og leiknum auglýsingum á ríkinu. Líka í skjáauglýsingum í sjónvarpi allra landsmanna, útvarpi Suðurlands, héraðsblöðum og á morgun kemur auglýsing í Fréttablaðinu. Auk þess hefur verið þónokkur umfjöllun um sýninguna í öðrum miðlum. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að kynna sýninguna vinum og vandamönnum því enginn vill missa af þeirri upplifun sem í vændum er....
Í kvöld var fyrsta vinnukvöld sjálfboðaliða vegna sýningarinnar. Ég komst því miður ekki var upptekin annars staðar en stefni að því að mæta á morgun. Áhugasamir mæti við innganginn í Listigarðinn klukkan 20. Endilega mætið svo ég verði nú ekki ein í garðvinnunni :-)
Hitti Júlíus Rafnsson fyrir hádegi en hann er núna framkvæmdstjóri Dvalarheimilisins Áss. Hann kynnti fyrir mér framtíðarsýn stofnunarinnar en það er ljóst að nú þurfa allir að hugsa á nýjum nótum enda boðar ríkið heilmikinn niðurskurð næstu árin. Þó virðist vera jafn ljóst að rekstur Áss verður í nokkuð venjubundnum skorðum ef fram fer sem horfir og fyrir það erum við Hvergerðingar þakklátir. Þarna vinna rúmlega 100 einstaklingar auk þess sem heimilisfólk er vel á annað hundraðið. Þess vegna er þessi rekstur okkur Hvergerðingum afar mikilvægur auk þess sem þjónustan sem veitt er er framúrskarandi góð.
Hitti aðila sem bauð skemmtilega nýjung við kynningu bæjarfélagsins. Það eru ennþá til einstaklingar sem fá góðar hugmyndir sem betur fer.
Síðdegis sat ég ásamt fleiri fulltrúum frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga stofnfund sveitarstjórnarvettvangs innan EFTA /EES samstarfsins. Í EFTA eru núna fjórar þjóðir Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein. Stofnunin gegnir mikilvægu hlutverki í samskiptum landanna við Evrópusambandið og ekki síður við aðrar þjóðir utan þess.
Stofnfundurinn er haldinn samhliða ráðherrafundi EFTA sem nú er haldinn í Reykjavík. En á fundinum verður 50 ára afmælis EFTA minnst en 40 ár eru jafnframt frá inngöngu Íslands í samtökin. Þessi nýji vettvangur mun tryggja samráð þegar rætt er um að hvernig fella beri gerðir sem snerta sveitarstjórnarmál að EES-samningnum, stuðla að auknu samstarfi á sveitarstjórnarstigi milli þátttökulanda og gera sveitarstjórnarfólki í kleift að skiptast á skoðunum við kollega sína í Héraðanefnd ESB, eins og fram kemur á heimasíðu Sambandsins í dag.
Besta frétt dagsins var samt tilkynningin um nýja reglugerð sem umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir hefur sett um leyfilegt magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að "Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks."
Með setningu þessarar reglugerðar er viðurkennt að íbúar í nágrenni virkjana skuli njóta vafans og ekki vera tilraunadýr um þolmörk einstaklinga vegna brennisteinsvetnis. Eða eins og segir í tilkynningunni: "Umhverfisráðherra segir óvissu ríkja um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því hafi hún talið nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Einnig eigi þessi mörk að koma í veg fyrir megna lyktarmengun."
Hvergerðingar og aðrir íbúar á suðvesturhorni þessa lands hljóta að fagna mjög þessari nýju reglugerð enda tryggir hún að betur verður fylgst með þessum málum í framtíðinni og séð til þess að mengun rýri ekki lífsgæði fólks.
Í kvöld var fyrsta vinnukvöld sjálfboðaliða vegna sýningarinnar. Ég komst því miður ekki var upptekin annars staðar en stefni að því að mæta á morgun. Áhugasamir mæti við innganginn í Listigarðinn klukkan 20. Endilega mætið svo ég verði nú ekki ein í garðvinnunni :-)
Hitti Júlíus Rafnsson fyrir hádegi en hann er núna framkvæmdstjóri Dvalarheimilisins Áss. Hann kynnti fyrir mér framtíðarsýn stofnunarinnar en það er ljóst að nú þurfa allir að hugsa á nýjum nótum enda boðar ríkið heilmikinn niðurskurð næstu árin. Þó virðist vera jafn ljóst að rekstur Áss verður í nokkuð venjubundnum skorðum ef fram fer sem horfir og fyrir það erum við Hvergerðingar þakklátir. Þarna vinna rúmlega 100 einstaklingar auk þess sem heimilisfólk er vel á annað hundraðið. Þess vegna er þessi rekstur okkur Hvergerðingum afar mikilvægur auk þess sem þjónustan sem veitt er er framúrskarandi góð.
Hitti aðila sem bauð skemmtilega nýjung við kynningu bæjarfélagsins. Það eru ennþá til einstaklingar sem fá góðar hugmyndir sem betur fer.
Síðdegis sat ég ásamt fleiri fulltrúum frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga stofnfund sveitarstjórnarvettvangs innan EFTA /EES samstarfsins. Í EFTA eru núna fjórar þjóðir Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein. Stofnunin gegnir mikilvægu hlutverki í samskiptum landanna við Evrópusambandið og ekki síður við aðrar þjóðir utan þess.
Stofnfundurinn er haldinn samhliða ráðherrafundi EFTA sem nú er haldinn í Reykjavík. En á fundinum verður 50 ára afmælis EFTA minnst en 40 ár eru jafnframt frá inngöngu Íslands í samtökin. Þessi nýji vettvangur mun tryggja samráð þegar rætt er um að hvernig fella beri gerðir sem snerta sveitarstjórnarmál að EES-samningnum, stuðla að auknu samstarfi á sveitarstjórnarstigi milli þátttökulanda og gera sveitarstjórnarfólki í kleift að skiptast á skoðunum við kollega sína í Héraðanefnd ESB, eins og fram kemur á heimasíðu Sambandsins í dag.
Besta frétt dagsins var samt tilkynningin um nýja reglugerð sem umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir hefur sett um leyfilegt magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að "Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks."
Með setningu þessarar reglugerðar er viðurkennt að íbúar í nágrenni virkjana skuli njóta vafans og ekki vera tilraunadýr um þolmörk einstaklinga vegna brennisteinsvetnis. Eða eins og segir í tilkynningunni: "Umhverfisráðherra segir óvissu ríkja um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því hafi hún talið nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Einnig eigi þessi mörk að koma í veg fyrir megna lyktarmengun."
Hvergerðingar og aðrir íbúar á suðvesturhorni þessa lands hljóta að fagna mjög þessari nýju reglugerð enda tryggir hún að betur verður fylgst með þessum málum í framtíðinni og séð til þess að mengun rýri ekki lífsgæði fólks.
Comments:
Skrifa ummæli