6. júní 2010
D-listinn og stjórnir félaganna (ungir sem eldri) hittust á föstudagskvöldið og fögnuðu góðu starfi undanfarnar vikur. Þetta var frábært kvöld, mikil stemning og fjör í hópnum. Hápunkturinn óneitanlega frábært myndband sem Guðrún systir gerði um kosningabaráttu D-listans. Hún er hreinn snillingur í þessum efnum og þess vegna endursýndum við myndbandið sem hún gerði eftir kosningarnar 2006. Það var virkilega gaman að sjá hvernig útlit manna hefur breyst á ekki lengri tíma :-)
Það er auðvelt að eiga virkilega góðan dag í Hveragerði og það gerðum við fjölskyldan í gær, laugardag. Þá tók ég fyrst á móti stjórn Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), sem voru á ferðalagi um Suðurland. Fyrst var farinn stuttur rúntur um Hveragerði þar sem stjórnin sá meðal annars skiltin sem hlotið hafa styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ferðin endaði í hveragarðinum þar sem fótaböðin slógu algjörlega í gegn en EBÍ hefur einnig styrkt uppbyggingu þar með myndarlegum hætti. Það var svo einstaklega fallegt veður að það var sérlega gaman að sýna bæinn. Allir hefðu orðið heillaðir af Hveragerði þennan dag. Eftir móttökuna fórum við Lárus á röltið með strákana og skoðuðum við verslanir og veitingahús í Hveragerði. Heimsóttum handverksmarkaðinn sem er nú opinn á ný í handmenntahúsinu við Breiðumörk. Litum við í Álnavörubúðinni sem svo sannarlega hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Fórum þar á eftir í Kiano og hittum Friðrik, rekstraraðila þar. Það er ótrúlega skemmtilegt úrval af ullarvöru hjá þeim hjónum. Kíktum síðan á Hverablómið sem er ný glæsileg blóma- og gjafavöruverslun í RS húsinu, svokallaða, við Reykjamörk. Litum síðan örstutt við í Eden en þar er nú unnið að tiltekt en vonandi verður staðurinn opnaður um næstu helgi. Enduðum rölt okkar um bæinn í kaffi hjá Almari bakara um leið og við kíktum á handverksmarkaðinn sem haldinn er alla laugardaga í Sunnumörkinni. Um kvöldið nutum við síðan stórkostlegra tónleika í kirkjunni þar sem fyrri tónleikar Bjartra sumarnátta voru haldnir. Að öðrum ólöstuðum var það einstök upplifun að heyra Huldu Jónsdóttur leika á fiðluna en hún stundar nú nám við Juilliard í New York. Mér finnst það hafa verið í gær þegar hún svo ósköp feimin spilaði á fiðluna sína hér í grunnskólanum. Svona líður tíminn nú hratt :-)
Í dag sunnudag var síðan farinn ansi langur sunnudagsbíltúr norður á Sauðárkrók. Þar var Albert Ingi skilinn eftir hjá afa og ömmu en hann ætlar að vinna í búðinni hans afa í sumar. Lárus er svo vanur löngum bílferðum í vinnunni að þetta fannst honum nú ekki mikið mál... Skagafjörðurinn er alltaf fallegur og í dag skartaði hann sínu fegursta, brakandi sól en svolítið andkalt!
Það er auðvelt að eiga virkilega góðan dag í Hveragerði og það gerðum við fjölskyldan í gær, laugardag. Þá tók ég fyrst á móti stjórn Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), sem voru á ferðalagi um Suðurland. Fyrst var farinn stuttur rúntur um Hveragerði þar sem stjórnin sá meðal annars skiltin sem hlotið hafa styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ferðin endaði í hveragarðinum þar sem fótaböðin slógu algjörlega í gegn en EBÍ hefur einnig styrkt uppbyggingu þar með myndarlegum hætti. Það var svo einstaklega fallegt veður að það var sérlega gaman að sýna bæinn. Allir hefðu orðið heillaðir af Hveragerði þennan dag. Eftir móttökuna fórum við Lárus á röltið með strákana og skoðuðum við verslanir og veitingahús í Hveragerði. Heimsóttum handverksmarkaðinn sem er nú opinn á ný í handmenntahúsinu við Breiðumörk. Litum við í Álnavörubúðinni sem svo sannarlega hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Fórum þar á eftir í Kiano og hittum Friðrik, rekstraraðila þar. Það er ótrúlega skemmtilegt úrval af ullarvöru hjá þeim hjónum. Kíktum síðan á Hverablómið sem er ný glæsileg blóma- og gjafavöruverslun í RS húsinu, svokallaða, við Reykjamörk. Litum síðan örstutt við í Eden en þar er nú unnið að tiltekt en vonandi verður staðurinn opnaður um næstu helgi. Enduðum rölt okkar um bæinn í kaffi hjá Almari bakara um leið og við kíktum á handverksmarkaðinn sem haldinn er alla laugardaga í Sunnumörkinni. Um kvöldið nutum við síðan stórkostlegra tónleika í kirkjunni þar sem fyrri tónleikar Bjartra sumarnátta voru haldnir. Að öðrum ólöstuðum var það einstök upplifun að heyra Huldu Jónsdóttur leika á fiðluna en hún stundar nú nám við Juilliard í New York. Mér finnst það hafa verið í gær þegar hún svo ósköp feimin spilaði á fiðluna sína hér í grunnskólanum. Svona líður tíminn nú hratt :-)
Í dag sunnudag var síðan farinn ansi langur sunnudagsbíltúr norður á Sauðárkrók. Þar var Albert Ingi skilinn eftir hjá afa og ömmu en hann ætlar að vinna í búðinni hans afa í sumar. Lárus er svo vanur löngum bílferðum í vinnunni að þetta fannst honum nú ekki mikið mál... Skagafjörðurinn er alltaf fallegur og í dag skartaði hann sínu fegursta, brakandi sól en svolítið andkalt!
Comments:
Skrifa ummæli