4. júní 2010
Um leið og ég renndi í hlað við Litlu kaffistofuna birtist Magnús Hlynur blaðamaður á Dagskránni og smellti þessari fínu mynd af þeirri sem þetta skrifar og Stefáni.
Hitti þónokkra hér á skrifstofunni í dag. Meðal annars vegna beitar fyrir hross, vegna óhapps sem varð í grunnskólanum fyrir nokkru síðan, ræddi málefni gufuveitunnar, vegna húsafriðunar og verndunar trjáa í bæjarfélaginu og fleira og fleira.
Átti langt samtal við Elsu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna öskufjúksins sem legið hefur yfir Suðurlandi í dag. Það er alveg ljóst að mengun í lofti er langt yfir öllum viðmiðunarmörkum og því þurfa þeir sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun að halda sig innandyra eða nota rykgrímur. Margir hafa nælt sér í slíkar í dag. Reyndar getum við varla kvartað þegar maður sér tölurnar úr svifryksmælunum hér fyrir austan. Þar er ástandið afar slæmt svo ekki sé nú dýpra tekið í árina.
Comments:
Skrifa ummæli